Köngulær sigla á vatni
Með því að teygja fæturna í sundur geta köngulær dreift þunga sínum og þannig flotið eða siglt yfir stóra vatnsfleti.
Eins og margir vita geta köngulær ferðast langar vegalengdir í lofti með því að spinna vef sem þær síðan svífa á með vindi. Á íslensku kallast fyrirbærið vetrarkvíði og var einu sinni talinn fyrirboði um harðan vetur gerðu köngulær mikið af þessu á haustin.
Charles Darvin segir frá því í ferðalýsingu sinni frá 1832 að hann hafi séð þúsundir af litlum köngulóm koma svífandi á móti sér ekki langt frá Galapagoseyjum.
Auk þess að svífa með vindi geta sumar tegundir köngulóa siglt langar vegalengdir á vatni. Aðferðirnar sem mismunandi tegundir köngulóa nota til siglinga eru ólíkar. Sumar lyfta framfótunum upp fyrir höfuðið á sér og nota þær sem eins konar segl en aðrar lyfta upp afturbúknum og beita honum eins og um segl væri að ræða. Köngulær ganga einnig á vatni og enn aðrar spinna vef á yfirborð vatnsins og berast þannig með straumnum.