Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nemendur á námskeiðinu hringrás gróðurhúsalofttegunda í norðlægum vistkerfum.
Nemendur á námskeiðinu hringrás gróðurhúsalofttegunda í norðlægum vistkerfum.
Mynd / Bjarni Diðrik Sigurðsson
Á faglegum nótum 9. september 2024

Mælingar í mýrlendi

Höfundur: Vigdís Freyja Helmutsdóttir, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Sumarið er besti tíminn til útivistar, eða það finnst sérfræðingum okkar hjá Landi og skógi að minnsta kosti. Gróður er í fullri virkni og við nýtum tímann til þess að gera ýmiss konar mælingar. Sem dæmi eru unnar fjölbreyttar rannsóknir á flæði gróðurhúsalofttegunda, en þær eru grunnur þeirra gagna sem við notum í loftslagsbókhaldi Íslands sem snýr að losun frá landi.

Sumarið er þó ekki einungis nýtt í rannsóknir en við nýtum það líka til að læra meira um vistkerfi landsins. T.d. tóku sérfræðingar Lands og skógar þátt í sumarnámskeiði um hringrás gróðurhúsalofttegunda í norðlægum vistkerfum. Sérfræðingarnir starfa m.a. við mælingar á flæði gróðurhúsalofttegunda í þurr- og votlendisvistkerfum. Námskeiðið var kennt samtímis í gegnum Landbúnaðarháskóla Íslands, háskólann í Lundi í Svíþjóð og háskólann í Oulu í Finnlandi. Það samanstóð af blöndu af netfyrirlestrum, vettvangsvinnu og nemendaverkefnum. Vettvangsvinnan var unnin í þremur hópum þar sem nemendur skiptust milli Lækjar í Leirársveit, Abisko í Svíþjóð og Oulanka í Finnlandi.

Rannsóknarsvæðið á Læk er hluti af sk. ReWet rannsókn þar sem verið er að mæla flæði gróðurhúsalofttegunda í framræstu votlendi sem til stendur að endurheimta, en einnig eru gerðar viðmiðunarmælingar í óröskuðu votlendi í nágrenninu. Framkvæmdar voru punktmælingar á flæði koltvísýrings og metans, flygildi voru notuð til fjarkönnunar og mismunandi umhverfisbreytur sem hafa áhrif á flæði gróðurhúsalofttegunda voru mældar. Nemendaverkefnin fólu í sér að læra að skala upp punktmælingarnar yfir á stærra svæði með hjálp fjarkönnunargagna og túlka áhrif umhverfisbreytanna á flæði gróðurhúsalofttegundanna. Loks voru svæðin þrjú skoðuð saman og reynt að koma auga á hvað gæti verið ólíkt með þeim. Þátttakan á námskeiðinu gaf góða raun fyrir starfsfólk Lands og skógar sem sinnir þessum rannsóknum.

Mýrgas verkefnið hjá Landi og skógi er dæmi um slíka rannsókn sem hefur það hlutverk að mæla losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda (CO2 og CH4) í íslenskum mýrum í mismunandi ástandi, aðallega framræstum og óröskuðum en einnig mýrum sem hafa verið endurheimtar. Til þess höfum við hátt í 40 reiti sem dreifðir eru um Suðvesturland og eru mældir einu sinni á tveggja vikna fresti yfir vaxtartímabilið. Að auki eru um 10 mælireitir á rannsóknarsvæðinu við Reynivelli í Kjós sem mældir eru vikulega yfir sumarið en sjaldnar á veturna.

Flæði gróðurhúsalofttegunda milli yfirborðs og andrúmslofts er mælt í gegnum færanlegan klefa sem settur er á jörðina í nokkrar mínútur í senn. Klefinn er glær og hleypir sólarljósi í gegn svo binding gróðurs vegna ljóstillífunar er tekin með í reikninginn. Einnig eru framkvæmdar myrkar mælingar þar sem breitt er yfir klefann og sólarljós útilokað til þess að einangra losunina frá bindingunni. Þrjár endurtekningar af gasmælingum eru gerðar í hverjum reit en í hverri heimsókn er einnig mæld hæð vatnsborðs, jarðvegsraki, jarðvegshiti, lofthiti, ljóstillífunarvirk geislun (PAR) og grænkustuðull yfirborðs (NDVI) sem allt eru þættir sem geta haft áhrif á flæði gróðurhúsalofttegunda í votlendisvistkerfum. Að auki eru í hverjum reit tekin jarðvegssýni, dýpt jarðvegs mæld ásamt því að lagt er mat á gróðurfar, vistgerð og raskástand vistkerfisins.

Rannsóknir af þessu tagi bæta í þekkingarbrunn okkar á íslenskum vistkerfum með hverju ári og nýtast til skipulagningar á endurheimt þeirra.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...