Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nokkur orð um skýrsluhald sauðfjár
Á faglegum nótum 22. júlí 2015

Nokkur orð um skýrsluhald sauðfjár

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason Ráðunautur í sauðfjárrækt
Um mánaðamótin mars/apríl sl. var skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt uppfært. Uppfærslunni var svo fylgt eftir með kynningarfundum um allt land í apríl og júní sem nú er lokið en á þá fundi mættu rúmlega 600 aðilar. Á fundunum var farið yfir helstu breytingar á kerfinu og sýnt hvernig skráningarkerfið virkar. 
Samhliða þessu voru útbúin kennslumyndbönd og eru tenglar á þau aðgengilegir á heimasíðu RML. 
 
Skráning vorgagna hefur gengið vel það sem af er. Af athugasemdum/ábendingum frá notendum að dæma eru menn almennt ánægðir og telja skráningu vorgagna ganga betur fyrir sig en í eldri útgáfu. Áfram er þó unnið að endurbótum og lagfæringum á kerfinu og allar ábendingar vel þegnar. Hægt er að senda þær á netfangið fjarvis@rml.is eða með því að nota hnappinn „Senda athugasemd“ í Fjárvís.
 
Ein þeirra breytinga sem nú gildir frá vorinu 2015 er að notendur velja sjálfir hvort þeir vilji áfram fá sendar bækur til útfyllingar. Innheimt verður gjald af þeim sem kjósa að fá bækurnar sendar áfram. Gjaldið verður 2.000 kr/án vsk. á hverja bók. Notendur geta sjálfir prentað bækur með því að velja PDF-skjal í kerfinu sem útbýr bókina til útprentunar á A4 blöð. Við uppfærslu Fjárvís var þessi möguleiki þannig stilltur hjá öllum notendum að þeir myndu vilja fá bók en þessu atriði er breytt í „Stillingar – Notandi“. Þeir notendur sem ekki vilja fá haustbók 2015 verða því að breyta stillingum á sínu búi fyrir miðjan ágúst nk. Þá verður ráðist í að prenta bækur fyrir þá sem vilja fá bækur til útfyllingar í haust.
Líkt og áður verður kynbótamat fyrir frjósemi reiknað í sumar og gögn frá vorinu 2015 tekin með svo nýjustu upplýsingar um þann eiginlega séu tiltækar við val ásetningslamba í haust. 
 
Á vorbókunum sem menn eiga núna er viðmiðunardagsetning vegna gagnaskila 15. júlí nk. Vanti menn aðstoð við skráningu gagna er hægt að hafa samband við RML í síma 516-5000 eða með því að senda tölvupóst á fjarvis@rml.is. 
 
Jafnframt er minnt á kennslumyndböndin á heimasíðu RML, þar eru í dag myndbönd sem taka á öllum helstu atriðum varðandi skráningu vorgagna.

2 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...