Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Renault Captur er bíll sem tekið er eftir
Mynd / HJL
Á faglegum nótum 17. ágúst 2015

Renault Captur er bíll sem tekið er eftir

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á sumrin eru ekki mörg bíla­umboð sem eru með opið á laug­ardögum. Þar sem ég prófa bíla, vélar og tæki í aukavinnu um helg­ar þá er ekki úr mörgum um­boðum að velja þegar kemur að helgarprófunum. Þessir pistlar mínir eru svolítið farnir að litast af Heklu og BL! Að þessu sinni varð fyrir valinu Renault Captur frá BL, bíll sem ég ætlaði að vera búinn að prófa fyrir löngu síðan. 
 
Litasamsetning flott og litaúrval mikið
 
Frá því að ég sá þennan bíl fyrst hefur mér alltaf fundist hann flottur og þá sérstaklega litasamsetningin. Hægt er að fá Renault Captur í a.m.k. níu mismunandi litasamsetningum sem eru að mínu mati allar flottar (mundi örugglega vera mikið hugarstríð fyrir mig að velja). Þó svo að bíllinn sé bara með drif á einum öxli er hann svolítið jepplingslegur í útliti þar sem hátt er undir hann. Þrátt fyrir að hann virki hár eru ekki nema 17 cm undir lægsta punkt, en aftari hluti bílsins er samt töluvert hærri. Það getur verið varhugavert á niðurgröfnum vegslóðum. 
 
Prufuaksturinn
 
Bíllinn sem ég prófaði er með 1500 cc díselvél sem á að skila 90 hestöflum og var sjálfskiptur. Ég ók bílnum tæpa 170 km og byrjaði á rúmum 100 km í langkeyrslu. Sæti eru mjög góð og fara vel með bæði ökumann og farþega í aftursætum. Sem dæmi settist fullorðinn einstak­lingur í aftursætið hægra megin og var þá framsætið í öftustu stöðu. Þessi vinur minn er um 185 cm hár og var nóg pláss fyrir framan hnén á honum, en það hefði örugglega verið þröngt til hliðanna ef þrír jafningjar hans hefðu setið með. 
 
Seinni hluti prufuakstursins var innanbæjarakstur og á hraða­hindrun­um fannst mér bíllinn höggva leiðinlega á fjöðrunina, en aftur á móti fannst mér mjög gott að keyra hann á malarvegi þar sem hann var stöðugur og fjöðrunin virkaði mjög vel. Krafturinn var allt í lagi (sjálfur á ég bíl með nánast sömu vél, en beinskiptan). Sjálfskiptingin er góð og finnur maður nánast ekkert fyrir því þegar bíllinn skiptir sér upp eða niður.
 
Kostir mun fleiri en ókostir
 
Kostir  Renault Captur eru ótvírætt útlit, verð og lítil eldsneytiseyðsla. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 3,9 lítrar af dísel á hundraðið (þar sem ég byrjaði á langkeyrslu sá ég eftir um 70 km akstur að mín eyðsla var 4,1 lítrar á hundraðið). Eftir 160 km akstur skoðaði ég eyðsluna á ný og reyndist hún vera 4,7 lítrar á hundraðið. Það finnst mér mjög gott miðað við sjálfskiptan bíl (best er ég að ná mínum beinskipta bíl í 4,6 lítra á hundraðið með nánast sömu vél). Mjög mikið af aukabúnaði er í bílnum svo sem leiðsögukerfi á 7 tommu skjá, Bluetooth, USB og AUX tengi, bakkskynjari, sjálfvirk brekkuhemlun og margt fleira. Ókostur er að ekkert vara­dekk er í bílnum sem ég er alltaf ósáttur við. Bíllinn var á 17 tommu vetrardekkjum (ég vil vera á sumardekkjum á sumrin). Að mínu mati hefði mátt minnka felgustærðina niður í 16 tommur og fá þannig betri fjöðrun út úr dekkjunum, sérstaklega á hraða­hindrunum. Renault Captur má ekki draga nema 1200 kg kerru eða vagn með bremsum. 
 
Gott verð og lánakjör
 
Ódýrasti Captur bíllinn er beinskiptur og kostar frá 3.490.000 kr. Bíllinn sem ég prófaði er sjálfskiptur með sex þrepa sjálfskiptingu og kostar 3.790.000. Hægt er að fá 90% lán hjá BL við kaup á nýjum bílum og miðað við svoleiðis lán væri mánaðargreiðsla 55.858 kr. á mánuði ef keyptur væri sjálfskipti bíllinn.
 
Hæð 2.031 mm
Breidd 1.778 mm
Lengd 4.122 mm
Þyngd 1.245 kg

 

7 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...