Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skil á skýrslum um hrossaeign eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert. Þetta er sama dagsetning og er á skilum á haustskýrslu í Bústofn sem áður kölluðust forðagæsluskýrslur.
Skil á skýrslum um hrossaeign eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert. Þetta er sama dagsetning og er á skilum á haustskýrslu í Bústofn sem áður kölluðust forðagæsluskýrslur.
Á faglegum nótum 22. nóvember 2017

Skýrsluhaldsskil og skráning á fyljun

Höfundur: Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur í hrossarækt hjá RML halla@rml.is
Til upprifjunar er rétt að minna á að haustið 2016 voru tekin upp árleg skil á skýrsluhaldi í hrossarækt í gegnum heimarétt WorldFengs. Þessi skil eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert. Þetta er sama dagsetning og er á skilum á haustskýrslu í Bústofn sem áður kölluðust forðagæsluskýrslur. Þar sem óðum styttist í þessi skil er rétt að rifja upp helstu atriði.
 
Áður en gengið er frá skýrsluskilum í „Heimaréttinni“ þarf að fara í gegnum nokkur skref og hér á eftir verður leitast við að útskýra þá flipa sem þarf að fara í gegnum. Þetta eru fliparnir Hrossin mín, Fyljanaskráning, Fang- og folaldaskýrsla, Umráðamaður og Skýrsluhaldsskil.
 
„Fang- og folaldaskráning“. Hér fer fram skráning á folöldunum og hvað um þau verður. Þarna birtast eftirfarandi möguleikar: 
  • Afrakstur, þar koma upp eftirfarandi valkostir; eitt folald, tvö folöld, dauðfætt, hryssan fórst. 
  • Geld/Lét, ef hryssa er geld eða lét er gerð grein fyrir því undir þessum flipa.
  • Folaldi slátrað
  • Skrá folald, hér er folaldið grunnskráð.
  • Tvífyl, hér opnast tveir gluggar þar sem hægt er að skrá bæði folöldin.
Það skal tekið fram að ekki er hægt að skrá folald nema ræktandi sé skráður fyrir ræktunarnúmerum (þrír öftustu stafirnir í fæðingarnúmeri) og að fyrir liggi fangskráning frá síðasta ári. Til að fá úthlutað ræktunarnúmeri er hægt að senda t-póst á RML.
 
„Umráðamaður“. Samkvæmt nýlegum reglum Evrópusambandsins um hestahald er nauðsynlegt að öll hross hafi skráðan umráðamann, vegna þess að WorldFengur virkar sem rafrænt hestavegabréf. Umráðamaður er í flestum tilfellum sami aðili og skráður eigandi en vegna eftirfarandi þátta þarf að skerpa á þessu:
  • Ef hross er skráð á marga eigendur þá þarf að velja einhvern einn sem umráðamann þess. 
  • Ef skráður eigandi er undir lögaldri, þarf að skrá einhvern eldri sem umráðamann. 
  • Ef eigandi er ekki staðsettur í sama landi og hrossið, t.d. útlendingar sem eiga hross hér á landi, þá þarf að skrá þau á umráðamann sem búsettur er hérlendis. 
Eigandi getur breytt umráðamanni þegar honum hentar, t.d. ef hann lánar einhverjum hross í lengri tíma. 
Í flipanum „um mig“ eru persónulegar upplýsingar, s.s. heimilisfang, sími og netfang. Þarna er hægt að leiðrétta upplýsingar ef þörf er á. Endilega að yfirfara netföng og símanúmer reglulega.
 
„Skýrsluhaldsskil“. Hér fara fram árleg skil á skýrslum þegar búið er að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar í fyrri flipum. Þessi skil þarf að framkvæma fyrir 20. nóvember. 
 
Ekki er hægt að skila skýrsluhaldinu nema búið sé að gera grein fyrir fyljanaskráningu ársins og ástæðum förgunar fyrir þau hross sem voru felld/slátrað á árinu.
 
Til hagræðis fyrir hesteigendur er hér einnig yfirlit yfir fullorðin hross sem ekki eru örmerkt og listi yfir þau hross sem búið er að taka DNA-sýni úr en hafa ekki fengið staðfestingu á ætterni. Þar sem ekki fæst staðfesting á ætterni ættu menn að skoða hvers vegna svo er. Oft eru eðlilegar skýringar á því, s.s. að ekki sé til DNA-sýni úr móður eða föður. Mistök geta líka hafa átt sér stað við sýnatöku eða greiningu og því full ástæða til að fylgja þeim málum eftir.
 
Allir þeir sem eru félagsmenn í hestamannafélagi eða Félagi hrossabænda eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng og þar með heimarétt. Þeir sem hafa ekki látið virkja fyrir sig aðgang að WF ættu að  setja sig í samband við gjaldkera eða formann í viðkomandi félagi og óska eftir að það verði gert. Munum að skila skýrslum fyrir 20. nóvember næstkomandi og tökum þátt í því að WorldFengur gefi sem raunsannasta mynd af stofninum hverju sinni.
 
„Hrossin mín“. Undir þessum flipa koma upp öll hross í heimaréttinni. Hér er um að gera að skoða vel hvað hefur breyst á árinu og ganga frá eigandaskiptum og gera grein fyrir afdrifum og geldingu þar sem það á við. Leiðbeiningar um notkun á heimaréttinni er að finna á heimasíðu RML. 
 
„Fyljanaskráning“. Þarna koma upp allar hryssur í viðkomandi heimarétt. Hér þarf að gera grein fyrir því hvort hryssum hafi verið haldið eða ekki. Hafi hryssu verið haldið þarf að skrá hjá hvaða stóðhesti hún var, hvenær hún var hjá honum og árangri fyljunar (sjá mynd hér til hliðar).
Undir þessum flipa er líka að finna lista yfir stóðhesta tveggja vetra og eldri. Hafi þeir verið notaðir þarf að skrá inn hvaða hryssur voru hjá þeim (sjá mynd hér til hliðar).
 
Ef hryssueigandi hefur þegar skráð fyljun á sína hryssu kemur hún sjálfkrafa hér inn og eigandi stóðhestsins þarf einungis að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. 

 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...