Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Á faglegum nótum 20. desember 2021

Stofugreni sem jólatré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Öll jólatré þurfa ekki að vera eins. Í dag njóta lifandi jólatré með rót vinsælda og þá er upplagt að fá sér stofugreni, Araucaria, og skeyta það með jólakúlum, seríu og englahári.

Stofugreni er fallegt, sígrænt og upprétt barrtré með gisnum greinakrönsum og mjúku barri. Selt sem pottaplanta og ágætlega harðgert við hentug skilyrði og nýtur sín best þar sem það stendur eitt og sér. Plantan getur orðið ansi há í náttúrulegum heimkynnum sínum en yfirleitt selt um 30 sentímetra há með fjórum eða fimm greinakrönsum.
Hentar vel sem borðjólatré eða sem jólatré þar sem pláss er lítið. Best er að nota LED-seríu á tréð þar sem barrið getur sviðnað undan seríu sem hitnar.

Plantan er upprunnin á Norfolk-eyjum í Kyrrahafi og barst þaðan til Evrópu 1793 og varð fljótlega vinsæl pottaplanta. Í bókinni Stofublóm í litum, sem Ingimar Óskarsson þýddi og staðhæfði úr dönsku og kom út 1964, segir að stofugreni hafi verið vinsælt í ræktun fyrir 50 árum en sé nú fágætara.

Dafnar best í góðri birtu en ekki mikilli sól og þolir að vera á svölum stað. Yfirleitt er nóg að vökva stofugreni einu sinni í viku yfir vetrartíma en tvisvar í viku á sumrin og gott er að úða umhverfis plöntuna reglulega.

Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.

Skylt efni: Jól stofugreni

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...