Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveppasmit í byggökrum
Á faglegum nótum 23. nóvember 2018

Sveppasmit í byggökrum

Höfundur: Hrannar Smári Hilmarsson, Magnus Göransson
Talsvert hefur borið á sveppasmiti í byggökrum í ár. Svo víða reyndar að fregnir eru af svepp í öllum landshlutum og meira að segja eru fréttir af sveppasmiti í byggökrum í nýrækt. 
 
Helsta sveppategundin sem herjar á bygg hér á landi er augnflekkur (Rhynchosporium commune). Augnflekkur  lifir í leifum byggplantna í jarðvegi og smitar því nýja akra árið eftir og getur þannig ræktast upp í byggökrum þar sem ekki eru stunduð sáðskipti. Bændur hafa eðlilega spurt sig hvort sveppurinn hafi borist með sáðvöru erlendis frá, á því verða að teljast hverfandi líkur. Innfluttar sáðvörur eru vottaðar og ef smit hefur fundist þá er fræið bæsað með sveppavörn áður en það er flutt til landsins. Rannsókn á íslenskum afbrigðum af augnflekk sýndu að það er lítill skyldleiki á milli íslenskra og evrópskra augnflekksafbrigða (Stéfansson et al. 2012). 
 
Blautt tíðarfar eykur líkur á smiti í plöntum og úrhellis rigning hjálpar honum að dreifast um akurinn, sumarið í ár hefur því verið mjög hagstætt fyrir sveppi. Prófanir hérlendis hafa sýnt fram að augnflekkur getur valdið töluverðu uppskerutapi allt að 24% (Hermannsson og Sverrisson, 2003). Til að forðast að smit byggist upp er mælt með að nota sáðskipti og rækta þá ekki bygg meira en tvö ár í röð í sama akri. Annar valmöguleiki er að úða varnarefnum gegn sveppnum, það telst þó ekki sem varanleg lausn því hún getur leitt til aukinnar notkunar sveppvarnarefna. Önnur lausn á vandanum er að kynbæta ný yrki með mótstöðu gegn augnflekk og er sú vinna þegar hafin hjá Landbúnaðarháskóla Íslands með samnorrænu verkefni sem ber heitið „Public-Private Partnership in Pre-Breeding – Combining Knowledge from Field and Laboratory for Pre-Breeding in Barley“. Sumarið 2018 var lögð út tilraun með 125 byggplöntum og voru þær svo allar smitaðar af sérstökum íslenskum stofni af augnflekk. Plönturnar voru síðan metnar með tilliti til hversu móttækilegar þær voru sveppasmitinu. Frumniðurstöður tilraunarinnar benda til þess að arfgerðirnir hafa mismikla mótstöðu gagnvart sveppnum, og hafa þær bestu góða mótstöðu. Erfðaefni plantnanna er svo greint til að finna megi gen sem veita mótstöðu gagnvart augnflekk, þær upplýsingar er hægt að nota í kynbætur nýrra yrkja, sem og til að greina hvort yrki sem þegar eru á markaði hafi mótstöðugen gegn sveppnum.
 
Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
 
Höfundar:
Hrannar Smári Hilmarsson
Magnus Göransson
 
Heimildir
Jónatan Hermannsson og Halldór Sverrisson, 2003. Augnblettur í byggi á Íslandi. Ráðunautafundur 2003, 180–182.
 
Tryggvi S. Stefansson, Marjo Serenius og Jon Hallsteinn Hallsson, 2012. The genetic diversity of Icelandic populations of two barley leaf pathogens, Rhynchosporium commune and Pyrenophora teres. European Journal of Plant Pathology 134:167–180.
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...