Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vinna jólasveinar heima um jólin?
Á faglegum nótum 13. desember 2021

Vinna jólasveinar heima um jólin?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eins og margir vita búa jólasveinarnir á ótilgreindum stað á hálendinu. Þeir eru tröll og synir Grýlu og Leppalúði er að öllum líkindum faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld, því áður en hún kynntist Lúða átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda tröllabarna.

Í dag eru flestir sammála um að jólasveinarnir séu þrettán og heiti Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Frá því að elstu menn muna hafa jólasveinarnir komið til byggða með hávaða og látum í desember og horfið aftur til síns heima að jólahátíðinni lokinni.

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins gæti orðið hlé á þessu brölti jólasveinanna á þessu ári og er ástæðan einföld. Grýla og jólasveinarnir eru farin að eldast og hræðast að sýkjast af Covid-19. Þeirra á milli hefur því komið til tals að vinna heima um þessi jól.

Vert er þó að rifja upp fyrir þá sem eru búnir að gleyma því eða hafa aldrei vitað það þá koma jólasveinarnir hingað til byggða í þessari röð.

Stekkjastaur 12.desember,

Giljagaur 13.desember,

Stúfur 14.desember,

Þvörusleikir 15.desember, 

Pottaskefill 16.desember,

Askasleikir 17.desember,

Hurðaskellir 18.desember,

Skyrgámur 19.desember,

Bjúgnakrækir 20.desember,

Gluggagægir 21.desember,

Gátta­þefur 22.desember,

Ket­krókur á Þorláksmessu, 23. desember og að lokum Kerta­sníkir sem kemur þeirra síðastur á aðfangadag, 24. desember.

Áður gengu jólasveinarnir undir ýmsum nöfnum sem oft og tíðum voru staðbundin, eins og til dæmis í Fljótunum þar sem nöfnin Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampa-skuggi og Klettaskora koma fyrir, og í Mývatnssveit þekktust nöfn eins og Flórsleikir og Móamangi. Á Ströndum voru þeir þrettán eða fjórtán og báru önnur nöfn en annars staðar á landinu.

Útlit jólasveina er breytilegt í gegnum aldirnar og í eina tíð var sagt að þeir væru í mannsmynd en klofnir upp í háls, með klær fyrir fingrum, kringlótta fætur og engar tær. Þeir voru sagðir illir að eðlisfari og líkastir púkum og lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði. Þeir voru sagðir rógsamir og rángjarnir, einkum á börn.

Í dag líkjast þeir fremur fíflalegum og hallærislegum trúðum eða búðarfíflum en ógnvekjandi tröllum.

Upp úr miðri síðustu öld fara jólasveinarnir að mildast og taka á sig alþjóðlega mynd rauðhvíta jólasveinsins. Þeir verða vinir barnanna og færa þeim gjafir í skóinn síðustu dagana fyrir jól og eru ómissandi á jólaskemmtunum.

Íslensku jólasveinarnir halda þó þeim sið að vera hávaðasamir og hrekkjóttir og ekki er laust við að börnin séu enn hrædd við þá. Hræðsla barnanna er fullkomlega eðlileg. Fullorðið fólk hikar ekki við að segja börnunum að þessir ókunnugu ríflega miðaldra offitusjúklingar, sem ganga um í skrýtnum rauðum fötum, komi í herbergið til þeirra á nóttinni og taki óþekk börn og þau sem ekki vilja fara snemma í rúmið. Einn þeirra er meira að segja þekktur gluggagægir.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...