Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Að rýna til gagns
Mynd / HKr.
Skoðun 30. ágúst 2019

Að rýna til gagns

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Vísindi byggja á gagnrýnni hugsun. Án gagnrýninnar hugsunar vöðum við áfram í blindri trú á að hlutirnir séu eins og einhver segir okkur að þeir séu án þess að við höfum fyrir því að sannreyna það, eða í það minnsta spyrja spurninga. 
 
Því miður virðist heimsbyggðin og þar með íslenskt samfélag í æ ríkari mæli stefna án gagnrýni út á braut sem er uppspretta öfga og pólitísks rétttrúnaðar. Við horfum upp á og heyrum um slíka hluti nær daglega og virðast þar engin takmörk fyrir hve upphrópanir og fullyrðingarnar geta verið sterkar, öfgarnar miklar og gagnrýnislaus meðvirkni botnlaus.
 
Einu sinni var því haldið fram að jörðin væri flöt og enn þann dag í dag er fjöldi fólks sem virðist trúa þessari staðhæfingu gagnrýnislaust. Meira að segja er til samfélag manna sem hefur þessa trú og kallast „Modern flat Earth societies“. Einn helsti trúarleiðtoginn í flatjarðarfræðunum var enski uppfinningamaðurinn og rithöfundurinn Samuel Birley Rowbotham sem var uppi frá 1816 til 1884. Hann skrifaði 16 síðna bækling um þessa heimsmynd sína árið 1849 undir dulnefninu Parallax. Síðar hlóð þessi bæklingur utan á sig og varð að heilli bók árið 1865. 
 
Það skemmtilega við flatjarðar­kenninguna er hversu heimsmyndin er einföld. Þar er jörðin flöt með heimskautin úti á jaðri og ísveggur þar í kring. Eða eins konar risastórt baðkar með ísveggjum sem varna því að sjórinn flæði út af pönnukökunni, Síðan svamla heimsálfurnar í miðjunni og sólin stjörnurnar og pláneturnar svifu svo í nokkur hundruð kílómetra hæð yfir jörðinni. 
 
Ef enginn hefði haft uppi gagnrýna hugsun um þessa heimsmynd Samuel Birley Rowbotham, þá gæti hún allt eins hafa orðið viðtekin skoðun meirihluta jarðarbúa og þar með fræðinga og vísindamanna. Hún væri þá kennd í skólum og börn rekin úr tíma ef þau voguðu sér að bulla eitthvað um að jörðin væri hnöttur.
Það er samt ekki hlæjandi að þessu því gagnrýnislaus meðvirkni er okkur ansi nærri á öðrum sviðum í dag. Slíkt hefur meira að segja stundum dregið meginþorra vísindasamfélags heimsbyggðarinnar á asnaeyrunum áratugum saman. 
 
Undir lok sjötta áratugar gaf vísinda­maðurinn dr. John Gofman ásamt félögum út ritgerð um hversu dýrafita væri hættuleg heilsu manna. Um svipað leyti setti lífeðlisfræðingurinn Ancel Benjamin Keys fram kenningar á svipuðum nótum og sagði hana byggða á rannsóknum sem hann sagðist hafa gert í sjö löndum. Tókst að sannfæra vísindamenn og þingmenn um nauðsyn þess að setja lýðheilsustefnu þar sem neysla dýrafitu var talin einn helsti orsakavaldur hjartasjúkdóma. Var þessi lýðheilsustefna tekin upp um allan heim og keyrð áfram á Íslandi, m.a. af Landlæknisembættinu. Ræktunarmarkmið í dýraeldi voru einnig tekin upp í takti við þessi fræði víða um heim. Meginþorri vísindasamfélagsins studdi þessi opinberu lýðheilsumarkmið gagnrýnislaust, en þeir sem efuðust voru kallaðir óraunsæir, forpokaðir og fávísir. 
 
Síðan gerðist það þegar komið var fram á þessa öld að æ fleiri rannsóknir sýndu að bæði Gofman og Keys höfðu ekki aðeins haft rangt fyrir sér, heldur hafði svokölluð rannsókn Keys að stórum hluta verið blekking og uppspuni. Þá voru þær þegar búnar að valda milljónum manna miklum skaða. Reynslan kennir okkur því að ef menn ætla að lifa lífinu í blindri trú án þess að efast nokkurn tíma og neita að horfa gagnrýnum augum á umhverfi sitt og fullyrðingar annarra, þá getur farið illa. 
Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...