Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Afturköllun umsóknar um aðild að ESB
Lesendarýni 7. apríl 2015

Afturköllun umsóknar um aðild að ESB

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Miklu moldviðri hefur undanfarið verið þyrlað upp í kjölfar þess að utanríkisráðherra tilkynnti ESB bréflega að ríkisstjórn Íslands hygðist ekki taka að nýju upp viðræður um aðild landsins að ESB. Hvað sem líður túlkun annarra en bréfritara á efni þess þá er sannleikurinn sá að aðlögunarviðræður Íslands við ESB hafa legið niðri í 4 ár að meira eða minna leyti. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir. En þetta er engu að síður staðreynd þegar örfá lykilatriði í ferli þessa máls eru skoðuð. 
 
Hinn 16. júní 2009 var samþykkt á Alþingi Íslendinga svohljóðandi þingsályktunartillaga: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.  Þann sama dag var ritað bréf til ESB þar sem sótt var um aðild á grundvelli 49. greinar Lissabon- sáttmálans. Enga tilvitnun er þar að finna til síðari hluta fyrrnefndrar þingsályktunar.
 
Þau sjónarmið sem gerð er grein fyrir í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar eru annars vegar forsenda samþykktar um að sótt skyldi um aðild en hins vegar sýna þau þann grundvallar misskilning sem útbreiddur er um eðli ESB og viðræðna um aðild að því. Kjarni þess er ágætlega skýrður í Viðauka I við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins“ Á bls. 6 segir þar:
Að því er varðar efnisleg atriði er almennt viðurkennt að umsóknarríkin gangast undir ákveðin grundvallarskilyrði fyrir stækkun (principles of enlargement) sem eru í meginatriðum að þau samþykki sáttmála ESB, markmið þeirra og stefnu og ákvarðanir sem hafa verið teknar síðan þeir öðluðust gildi. Grundvallarskilyrðin eru fjögur: í fyrsta lagi snýst stækkun um aðild að stofnun sem er fyrir hendi en ekki að til verði ný stofnun, í annan stað þarf umsóknarríki að samþykkja réttarreglur bandalagsins, acquis communautaire í einu og öllu, í þriðja lagi skulu umbreytingafrestir (e. transitional periods) vera takmarkaðir og ekki fela í sér undanþágur frá grunnsáttmálunum og þeim meginreglum sem bandalagið byggir á. Í fjórða lagi er um að ræða skilyrðasetningu, sem á ensku hefur verið nefnt conditionality. Hið síðastnefnda varð hluti af aðildarferlinu vegna stækkunar sambandsins 2004 og 2007. Fyrstu þrjú skilyrðin voru þegar hluti af stækkun sambandsins árið 1973. Þessi grundvallarskilyrði eru almennt viðurkennd þótt þau séu ekki talin í áðurnefndri 49. gr. ESB.
 
Í ljósi þessa er það rökrétt ályktun að í raun var það ESB sem sleit aðlögunarviðræðunum við Ísland þegar sambandið skilaði ekki rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann eftir seinni rýnifundinn í mars 2011. ESB vissi sem var að Ísland myndi ekki fallast á opnunarskilyrði ESB um að setja fram tímasetta áætlun um hvernig Ísland myndi taka upp Evrópulöggjöfina í sjávarútvegi. Vert er að minna á að slíkt opnunarskilyrði var einmitt sett fram fyrir landbúnaðarkaflann. 
 
Þeir sem vilja að viðræðum verði haldið áfram til að þjóðin geti fengið að kjósa um samning verða því fyrst að skýra hvernig aðlögunarviðræðurnar geta hafist að nýju. Svarið er augljóst: Að fallið verði frá þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem koma fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar í júlí 2009. Það verður fróðlegt að sjá þá sem greiddu þeirri þingsályktun atkvæði sitt, samþykkja slíka stefnubreytingu 6 árum síðar. 
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...