Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Auðlindanýting og ábyrgð
Lesendarýni 13. desember 2019

Auðlindanýting og ábyrgð

Höfundur: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Sjávarútvegurinn er burðarás í íslensku efnahagslífi. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki kaupa árlega afurðir af íslenskum tækni- og þjónustufyrirtækjum fyrir milljarða króna. Sjávarútvegurinn er mikilvægur mörgum samfélögum á landsbyggðinni. Um 79% atvinnutekna í fiskveiðum og vinnslu kemur frá launafólki á landsbyggðinni. Ég hef lagt áherslu á þetta í mínum málflutningi á Alþingi. Ég hef auk þess talað fyrir því að stjórnvöld tryggi góð rekstrarskilyrði greinarinnar og horfi ekki framhjá þeim miklu útflutningshagsmunum sem eru í sjávarútvegi.

Um veiðigjaldið hef ég sagt að það þurfi að vera sjálfbært til framtíðar. Það megi ekki koma í veg fyrir eðlilegar fjárfestingar í greininni og taka ætti til skoðunar að hluti þess rynni til uppbyggingar í heimabyggð, þeirra fyrirtækja sem greiða gjaldið. Umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks um meinta viðskiptahætti Samherja með veiðiheimildir í Namibíu setti mig hljóðan.

Samherjamálið álitshnekkir

Samherjamálið svokallaða er áfall fyrir íslenskt atvinnulíf. Það er einnig áfall fyrir litla þjóð í Norður-Atlantshafi, sem á mikið undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Í viðskiptum sem öðru skiptir orðsporið miklu. Málið vekur upp margar spurningar, sem meðal annars lúta að ráðstöfun arðsins af okkar mikilvægustu auðlind, fiskinum í sjónum. Aflaheimildir eru verðmæti sem ganga kaupum og sölum.

Ríkissjóður fær afgjald af nýtingu auðlindarinnar í formi veiðigjalds. Í greinargerð með lögunum um veiðigjald nr. 145 frá 2018, er rætt um sanngjarnt veiðigjald, en lögin voru sett í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Hugtakið sanngjarnt kemur óneitanlega upp í hugann nú þegar sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur orðið uppvíst af meintum mútugreiðslum við kaup á veiðiheimildum í Afríku. Ein af þeim spurningum sem vakna, eftir umfjöllunina, er hvort ríkissjóður fái eftir allt saman sanngjarna hlutdeild af sjávarauðlindinni okkar. Það er að minnsta kosti ljóst að stórt íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki var reiðubúið að greiða mun hærra verð fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni við strendur Namibíu heldur en greiða þarf í íslenskri lögsögu og beita meintum ólöglegum viðskiptaháttum til þess að komast yfir veiðiheimildir.

Samherjamálið verður að rannsaka til hlítar. Staðreyndir málsins verða að koma sem fyrst upp á yfirborðið, frá réttum og þar til bærum aðilum.

Samfélagsleg ábyrgð og siðaðir viðskiptahættir

Íslendingar eru fiskveiðiþjóð sem hefur orðið fyrir álitshnekki vegna þessa máls, framhjá því verður ekki litið. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að lágmarka skaðann með ábyrgum aðgerðum og málflutningi, hér heima og erlendis. Fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fylgir sú sjálfsagða krafa að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð og siðaða viðskiptahætti ásamt virðingu fyrir lögum og mannréttindum.

Birgir Þórarinsson,
þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...