Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blómlegur grænn landbúnaður
Lesendarýni 28. október 2022

Blómlegur grænn landbúnaður

Höfundur: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Íslenskur landbúnaður er mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Við getum sem þjóð verið stolt af því með hvaða hætti hefur tekist að byggja upp blómlega atvinnugrein sem skilar okkur heilnæmum og góðum afurðum.

Guðlaugur Þór Þórðarson
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Mikilvægt er að stjórnvöld skapi þær aðstæður að landbúnaður hafi frelsi til að vaxa og dafna og geti tekist á við þær breytingar sem eru fram undan m.a. vegna loftslagsbreytinga.

Ríkisstjórnin hefur sett fram metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og um kolefnishlutleysi sem fela í sér miklar áskoranir en jafnframt ótrúleg tækifæri. Verkefni okkar er að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna CO2 fyrir árið 2030 og því verður ekki náð án þátttöku bænda.

Landbúnaður er undirstaða lífsviðurværis og atvinnu á dreifbýlissvæðum landsins og til staðar eru tækifæri til öflugrar nýsköpunar og til þess að vera í fararbroddi þegar kemur að loftslagsvænum landbúnaði.

Við þurfum að leita leiða til að nýta íslenskar auðlindir og þróa ferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu. Við þurfum efla hringrásarhugsun í landbúnaði og ná fram betri nýtingu afurða líkt og tekist hefur í sjávarútvegi. Með því að beisla skapandi hugsun og horfa á virðiskeðjuna frá frumframleiðanda til neytenda, getum við nýtt auðlindir betur, dregið úr sóun, minnkað losun og skilað af okkur betra landi til komandi kynslóða.

Umhverfis­, orku­ og loftslagsráðuneytið styrkir verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem hefur það að markmiði að bændur sem taka þátt fái heildstæða ráðgjöf og fræðslu um það hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði hefur verið því sem næst óbreytt síðastliðna áratugi. Verkefnið fram undan er að hreyfa við þessari kyrrstöðu.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld í samráði við sveitarfélög og atvinnulífið muni setja áfangaskipt losunarmarkmið fyrir hvern geira atvinnulífsins.

Útfærsla á þessu verkefni er þegar hafin í samstarfi við ákveðna geira. Það verður spennandi að hefja þetta samtal við forystu Bændasamtakanna í þeim tilgangi að setja niður markmið og móta aðgerðaáætlun fyrir íslenskan landbúnað í samstarfi við stjórnvöld, sem endurspeglast mun í enn skýrari mælanlegum markmiðum í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...