Tímalína sem sýnir mörk Hreims- staða frá 1811 til dagsins í dag.
Tímalína sem sýnir mörk Hreims- staða frá 1811 til dagsins í dag.
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Höfundur: Breki Einarsson, er Vestmannaeyingur ættaður að austan og sagnfræðinemi við Háskóla Íslands.

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að skilgreina hvaða bændur eiga hvaða kindur.

Breki Einarsson

Fjármörk hafa fylgt fjárrækt allt frá landnámi. Það var nauðsynlegt að merkja fé sitt vegna samnýtingar afrétta og beitilanda. Um það vitna m.a. frásagnir í
fornsögunum, og ákvæði í lögum eru um þetta bæði í Grágás og Jónsbók. Mörk gengu oft í erfðir og jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Töluvert af þjóðtrú tengist mörkun og hvenær átti að marka fé.

Gunnþór afi minn kynnti mig fyrir mörkum þegar hann minntist á það að hann átti mark þegar hann var yngri á Hreimsstöðum í Norður-Múlasýslu, ég endaði svo á því að taka upp markið hans afa sem er „tvístýft aftan hægra og heilhamrað vinstra“ og fékk það skráð á mig í Vestmannaeyjum 3. mars síðastliðinn og í landnámi Ingólfs Arnarsonar 26. ágúst því ég flutti til að fara í háskóla. Afi lýsti því fyrir mér að ættarmarkið er heilhamrað vinstra og voru/eru flestir ættingjar mínir með það mark en hitt markið er til þess að þekkja hver í þessari fjölskyldu á kindina. Svo hjá okkur er vinstra eyrað ættin og hægra eyrað einstaklingurinn. Ég endaði svo á því að rekja sögu marksins alveg að 1811 og komst að því að „tvístýft aftan hægra“ er gamla ættarmarkið frá Geirmundi Jónssyni skráð 1811 að sirka 1890 þá er Þórarinn Þorkelsson skráður með „hvatt hægra og heilhamrað vinstra“, eftir það hefur heilhamrað vinstra verið ættarmarkið en markið hjá mér og afa er gamla og nýja ættarmarkið saman.

Með notkun eyrnarmerkja hefur þörfin fyrir mörk kannski minnkað örlítið og með Evrópureglugerð um merkingar búfjár hafa sumir talað um að það ætti að hætta að marka kindurnar, þegar það er skylda að hafa plastmerki í kindunum. En langflestir bændur telja nauðsynlegt að halda áfram að marka lömbin og viðhalda hefðinni, og þegar reglugerðin tók gildi hér átti að vera skylda að hafa merki í báðum eyrum en því var breytt vegna þess að við mörkum kindurnar og því er nóg að hafa bara merki í öðru eyranu.

Plastmerki geta dottið úr eða orðið ólæsileg en mark endist ævi skepnunnar. Mörkun eða merking fjár tengist ekki aðeins eignarhaldi heldur einnig öryggi, s.s. rakningu vegna sjúkdóma og afmörkun lands sem má nýta til beitar.

Þetta er ein elsta hefðin sem við höfum hér á landi og er Ísland eina landið sem heldur utan um markaskráningu og hefur gert síðan 1811 í það minnsta. Mörkin virka dálítið á sama hátt og skjaldarmerki gerðu í Evrópu fyrr á öldum. Þau merktu eignir manna (kindur), táknuðu fjölskyldur og enginn mátti vera skráður með sama mark, þetta allt er alveg eins og skjaldarmerkin gömlu en í raun eru mörk mun eldri en skjaldarmerki því eins og kom fram ofar voru mörk til þegar landnámsmennirnir komu til landsins og eru þau eflaust elstu ættargripirnir eins og kemur fram í „Sagnaþáttum Guðfinnu“ eftir Guðfinnu S. Ragnarsdóttur.

Hefðin hefur nú haldist að mestu óbreytt í gegnum aldirnar og eins og ég minntist á er Ísland eina landið sem hefur skrá yfir mörk og eigendur þeirra. Fjármörk voru til á öllum Norðurlöndum og þekkjast enn til dæmis í Færeyjum, Noregi og á Hjaltlandi. Þessi mörk eru ekki aðeins eins og íslensku mörkin er varðar mynstur, heldur heita sömu eða svipuðum nöfnum. Gagnbitað heitir t.d. ,,gangbit“ og fjöður ,,fidder“ á Hjaltlandi. Það er ómögulegt að vita hvað þessi hefð er gömul en við getum miðað við að hún er eflaust eldri en víkingaöldin, sem er alveg ótrúlegt.

Ég hvet bændur og aðra til að halda hefðinni gangandi þar sem þetta er mikilvægur menningararfur. Öll mörk eru skráð á Landsmarkaskrá.is og ég ýti á það að fólk skrái og viðhaldi gömlum sem og nýjum ættarmörkum.

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...

Gróska eða stöðnun?
Lesendarýni 7. nóvember 2024

Gróska eða stöðnun?

Árið 2018 vann KPMG skýrslu fyrir þáverandi landbúnaðar­ráðherra þar sem sviðsmy...

Þjóðarátak í samgöngumálum
Lesendarýni 6. nóvember 2024

Þjóðarátak í samgöngumálum

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þegar kemur að samgöngumálum. Vegakerfi la...

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar
Lesendarýni 5. nóvember 2024

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar

Íslendingar eru og hafa ætíð verið landbúnaðarþjóð. Ræktun lands og nytjar hafa ...

Kvenfélagið Freyja 90 ára
Lesendarýni 1. nóvember 2024

Kvenfélagið Freyja 90 ára

Það var í júní árið 1934 sem nokkrar konur komu saman að Krossi í Austur-Landeyj...

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni
Lesendarýni 31. október 2024

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni

Landsbyggðin lifi leitar eftir samstarfi við framfarafélög, þorp, bæjarfélög eða...