Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Höfundur: Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir var fyrstur yfirferðar og þótti mér viðhaldi hans verulega ábótavant.

Álfhildur Leifsdóttir.

Mögulega er slakt viðhald rökstutt með strjálli byggð en lítið vissi ég um framhaldið og þann skort á vetrarþjónustu sem vegir Vestfjarða líða fyrir þrátt fyrir mikla umferð og þungaflutninga. Á yfirliti Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu milli landshluta er auðséð sú mismunun sem á sér stað í vetrarþjónustu á Vestfjörðum miðað við önnur svæði, þrátt fyrir ákall samfélaganna fyrir vestan um annað.

Samgöngur eru risastórt byggðarmál. Fyrirtæki treysta á skilvirkar samgöngur til að flytja framleiðslu af landsbyggðinni til markaða og íbúar reiða sig á flutning á nauðsynjavörum inn á svæðin. Góðar samgöngur tengja saman ólík byggðarlög víða um land og auka tækifæri fólks til fjölbreyttari atvinnu. Þær bæta aðgengi fólks að menntun og heilbrigðisþjónustu, auk þess sem börn sækja afþreyingu milli byggðarkjarna. Öruggar samgöngur minnka slysahættu, stuðla að tryggari ferðalögum fyrir almenning og eru lífsnauðsynlegar í náttúruhamförum til að tryggja flutning hjálpargagna.

Á Vestfjörðum upplifði ég öryggisleysi við að aka ýmist í glerhálku eða þæfingi á milli norðanverðra og sunnanverðra Vestfjarða þar sem vetrarþjónustu er ábótavant. Slök vetrarþjónusta veldur einangrun og slysahættu og ekki er hægt að treysta á seiglu fólks til að umbera þetta ástand í nútímasamfélagi. Norðvesturkjördæmi hefur dregist langt aftur úr öðrum kjördæmum hvað varðar bættar samgöngur og er nauðsynlegt að setja aukinn kraft í landshlutann. Nauðsynlegt er að klára þau verkefni sem eru ókláruð, samanber Dynjandisheiði, hvar aka þarf örfáa en viðsjárverða kílómetra á þröngum og kræklóttum vegi með tilheyrandi hættu.

Til þess að tryggja samgöngur á Vestfjörðum þarf að minnsta kosti þrenn jarðgöng til viðbótar og er löngu tímabært að við lítum til frænda okkar í Færeyjum sem hafa borað átta jarðgöng á síðustu sex árum. Á sama tímabili hérlendis hafa ein göng verið opnuð, Dýrafjarðargöng, og hvergi er verið að bora sem stendur. Færeyska jarðgangauppskriftin er til, notum hana.

Góðar samgöngur eru grunnþáttur í að byggja upp sterk, tengd og sjálfbær samfélög og stuðla að efnahagslegri velmegun og jöfnuði. Fjárfesting í samgöngum getur haft víðtæk áhrif til góðs og er lykilatriði í byggðarmálum. Það er löngu tímabært að Norðvesturkjördæmi sé forgangsraðað efst í samgöngubótum.

Skylt efni: Vestfirðir

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...