Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fæðuöryggi á haustmánuðum
Lesendarýni 5. september 2022

Fæðuöryggi á haustmánuðum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS

Fæðuöryggi er nú efst á dagskrá alþjóðastofnana en stríðið í Úkraínu hefur aukið enn á þær áskoranir sem þó voru ærnar fyrir. Verð á matvælum hefur þotið upp um heim allan og milljónir eru á barmi hungursneyðar

 Erna Bjarnadóttir.

Alþjóðabankinn birti í júlí sl. skýrslu þar sem m.a. er að finna upplýsingar um hækkanir á matvælaverði víðs vegar um heiminn.

Meðfylgjandi mynd sýnir þessar hækkanir í nokkrum löndum heimsins sl. 12 mánuði fram til júlí síðastliðins. Gríðarlegar hækkanir eru í mörgum fátækum löndum sem reiða sig mjög á innflutning. Í þessum löndum ver fólk að jafnaði háu hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum, jafnvel allt að helmingi, til kaupa á matvælum. Hækkanir sem þessar stefna því lífskjörum almennings í voða.

Fátækustu lönd heimsins fara verst út úr ástandinu. Reikningur þeirra vegna kaupa á innfluttum matvælum hefur hækkað og í kjölfarið er hætta á að þau lendi í skuldavandræðum. Á sama tíma er hækkunin hvað minnst í hagkerfum eins og Kína (2,9%) og í Japan (3,7%) sem styður sinn landbúnað ríkulega. Á Íslandi mælist hækkun matvöruverðs 7,3%. Í fljótu bragði eru einu löndin í Evrópu þar sem hækkunin er minni en hér á landi, Írland, Frakkland, Lúxemborg, Sviss og Noregur (tölur fyrir maí). Tyrkland trónir á toppnum með 94,3% hækkun.

Horfur næstu mánuði

Þó matvæla- og hrávöruverð sé nú tekið að lækka á heimsmarkaði eftir að hafa náð sögulegum hæðum á fyrri hluta ársins er alls ekki fyrirséð með hversu lengi ástandið verður að ganga niður. Miklir þurrkar í Evrópu hafa lækkað spár um uppskeru og eru þær nú rétt neðan við meðaltal síðustu fimm ára hvað helstu korntegundir snertir. Víðs vegar í heiminum hafa lönd gripið til útflutningsbanns eða annarra takmarkana á útflutning á ýmsum matvælum til að tryggja framboð innanlands. Fyrrgreind skýrsla Alþjóðabankans gefur yfirlit yfir slíkar aðgerðir. Einnig hafa nokkur lönd gripið til takmarkana á útflutningi mikilvægra hráefna. Kína hefur t.d. bannað útflutning á hrá fosfór og útflutningur á áburði er leyfisskyldur. Kyrgistan og Rússland hafa einnig bannað útflutning á áburði og Úkraína á köfnunarefnisáburði.

Erfið staða bænda í Evrópu

Aðföng til landbúnaðar eru enn dýr í sögulegu samhengi og framboð þeirra að einhverju leyti háð óvissu. Þetta mun hafa áhrif á ákvarðanir bænda um hvort og hve mikið þeir munu framleiða á komandi mánuðum. Mjólkurframleiðendur í ESB skrifuðu opið bréf til Evrópusambandsins í júlí sl. Þar lýstu þeir stöðu framleiðenda og áhyggjum sínum af framtíðinni. Vegna mikilla verðhækkana á aðföngum eru margir bændur tekjulágir og safna jafnvel skuldum og geta ekki greitt sér laun. Í bréfinu kemur fram að laun bænda í Frakklandi séu aðeins um 430 kr/klst í laun (3,09 evrur), í Lúxemborg um 730 kr/klst og Litháen um 325 kr/klst. Danskir og hollenskir kollegar þeirra ná ekki endum saman og safna skuldum til að geta greitt sér laun. Þá má sem dæmi nefna að á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 hækkaði fóðurkostnaður í Frakklandi úr tæpum 15 kr/lítra mjólkur á árinu 2021 í ríflega 20 kr, eða um 33%. Svipaða sögu af kostnaðarhækkunum er að segja frá öðrum löndum.

Samtök mjólkurframleiðenda í Evrópu lýsa því miklum áhyggjum af stöðunni sem er uppi. Hana má ekki aðeins rekja til stríðsins í Úkraínu heldur einnig til þróunar landbúnaðarstefnu ESB sl. 20 ár. Miklar breytingar hafa verið gerðar á henni en afleiðingarnar eru núna að koma fram af fullum þunga. Þá benda samtökin á að mun meiri kröfur af ýmsu tagi eru gerðar til bænda í ESB en annars staðar í heiminum. Samtökin leggja áherslu á að sömu kröfur verði gerðar til framleiðsluaðferða við innfluttar landbúnaðarafurðir og gerðar eru innan ESB. Í bréfinu er beinlínis bent á nauðsyn þessa til að tryggja samkeppnisstöðu mjólkurframleiðenda og að því verði afstýrt að heilsu neytenda innan ESB sé með þessu, stefnt í hættu. Léleg afkoma og fækkun í stétt bænda ógnar því nú framtíð reksturs kúabúa og þar með mjólkurframleiðslu innan Evrópusambandsins.

Bændur á Íslandi standa frammi fyrir sömu áskorunum

Hér á landi hafa bændur einnig þurft að mæta nær fordæmalausum hækkunum á framleiðslukostnaði. Slíkt krefst aukins fjármagns fyrir reksturinn sem eykur enn á framleiðslukostnaðinn þegar vextir fara sömuleiðis hækkandi. Verð á innfluttu korni til fóðurs hefur hækkað undanfarið, t.d. á byggi til fóðurs sl. 12 mánuði (frá júlí ́21 – júní ́22) um 21%, á harðhveiti um 59% og á maís um 37%. Myndin sýnir þessa þróun frá ársbyrjun 2020

Lækkanir á aðfangaverði skila sér seint

Áburðarverð er nú tekið að lækka á heimsmarkaði eftir miklar hækkanir undanfarna mánuði. Alþjóðabankinn gefur mánaðarlega út vísitölu áburðarverðs. Árið 2010 liggur til grundvallar = 100. Í júlí 2022 stóð vísitalan í 213,08 stigum og hafði hækkað um 67,84% síðustu 12 mánuði. Í janúar 2022 var vísitalan 200,61 stig. Hún er því enn 6,2% hærri nú en var þá. Líklegt er að áburðarverð lækki áfram í takt við lækkun olíuverðs.

Á móti því vinna þó m.a. takmarkanir á útflutningi framleiðslu- landa sem fyrr voru nefndar og aukin fjárbinding í rekstri vegna hækkana á aðfangaverði á sama tíma og vextir hafa hækkað mikið.

Því er ljóst að áfram verða miklar áskoranir á framleiðsluhlið matvæla á komandi mánuðum.

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...