Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sérálit við skýrslu
Lesendarýni 11. desember 2023

Sérálit við skýrslu

Höfundur: Hákon Hansson, dýralæknir með áratuga reynslu af baráttu við riðu og aðra sauðfjársjúkdóma og Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir til sextán ára í stórum sauðfjárhéruðum.

Í skýrslu sérfræðingahóps um aðgerðir gegn riðu – ný nálgun með verndandi arfgerðum, sem skilað var til matvælaráðherra 1. nóvember sl. ákváðum við undir- ritaðir að skila séráliti, sem er þannig:

,,Að okkar mati er of mikil áhætta að nota mögulega verndandi arfgerðir þegar fé er tekið aftur á bæjum þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu. Í staðinn verði öll áhersla lögð á ræktun arfgerðarinnar ARR/ARR sem staðfest er að verndar gegn riðu. Fé með þá arfgerð verði ekki skorið niður við niðurskurð. Við teljum að frekari rannsóknir þurfi áður en arfgerðin T137 eða aðrar mögulega verndandi arfgerðir verði notaðar á riðubúum.“

Í ljósi umræðu síðustu vikur um hugsanlega verndandi arfgerðir og hugmyndir að gera sauðfjárbú þar sem riða hefur komið upp að eins konar tilraunabúum í þessum efnum, sjáum við okkur knúna til að skýra nánar
þessa afstöðu okkar

Það liggja fyrir rannsóknir og fjöldi ritrýndra vísinsdagreina um mótstöðu ARR/ARR arfgerðarinnar gegn riðu. Vísindasamfélaginu hefur því gefist kostur á að rannsaka frekar, meta árangur og rýna þessa arfgerð í þaula m.t.t. mótstöðu gegn riðu. Það á ekki við um aðrar arfgerðir sem nefndar hafa verið til sögunnar úr PMCA greiningu dr. Vincent Béringue, sem hann hefur framkvæmt síðustu misserin. Vissulega benda frumniðurstöður til þess að þarna geti verið hugsanleg mótstaða, en enn liggja ekki fyrir óyggjandi niðurstöður. Í annan stað hefur ekki í öllum tilvikum verið prófað næmi gegn heilavef úr íslenkum kindum. Þá sýna t.d. þær faraldsfræðilegu niðurstöður sem gerðar hafa verið hér á Keldum ekki tölfræðilega marktækni varðandi verndandi áhrif arfgerðarinnar T137. Eins töldu vísindamenn að arfgerðin N138 væri verndandi gegn riðu, en eftir frekari skoðun reyndist svo ekki vera að fullu. Það er því enn töluvert í land að okkar mati í þessum efnum.

Nú eru jafnvel uppi hugmyndir um að gera riðubú að eins konar tilraunabúi þar sem m.a. yrði settar á kindur með þessum hugsanlega vernandi arfgerðum. Við vörum
algjörlega við því.

Riða er alvarlegur, margslunginn, langvinnur og kvalafullur sjúkdómur sem engin lækning er við. Hér verða dýravelferðarsjónarmið líka að ráða. Síðan er það ekki samfélagslega boðlegt að keyra slíkar tilraunir m.t.t. nærsamfélagsins og/eða samfélagsins alls í ljósi smithættu og álags.

Sauðfjárbændur voru heppnir að finna kindur með viðurkenndu mótstöðuarfgerðina ARR/ARR, sem í ofanálag reynast vera mjög góðir kynbótagripir. Út frá þessum kindum er hægt að gera allt fé á riðusvæðum arfhreint ARR/ARR á mjög skömmum tíma og reyndar allt sauðfé a Íslandi ef svo bæri undir. Sú leið er studd haldgóðri vísindalegri þekkingu, einföld og skilvirk. Það eru því öll rök fyrir því að fara þá leið að sinni.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...