Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sérálit við skýrslu
Lesendarýni 11. desember 2023

Sérálit við skýrslu

Höfundur: Hákon Hansson, dýralæknir með áratuga reynslu af baráttu við riðu og aðra sauðfjársjúkdóma og Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir til sextán ára í stórum sauðfjárhéruðum.

Í skýrslu sérfræðingahóps um aðgerðir gegn riðu – ný nálgun með verndandi arfgerðum, sem skilað var til matvælaráðherra 1. nóvember sl. ákváðum við undir- ritaðir að skila séráliti, sem er þannig:

,,Að okkar mati er of mikil áhætta að nota mögulega verndandi arfgerðir þegar fé er tekið aftur á bæjum þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu. Í staðinn verði öll áhersla lögð á ræktun arfgerðarinnar ARR/ARR sem staðfest er að verndar gegn riðu. Fé með þá arfgerð verði ekki skorið niður við niðurskurð. Við teljum að frekari rannsóknir þurfi áður en arfgerðin T137 eða aðrar mögulega verndandi arfgerðir verði notaðar á riðubúum.“

Í ljósi umræðu síðustu vikur um hugsanlega verndandi arfgerðir og hugmyndir að gera sauðfjárbú þar sem riða hefur komið upp að eins konar tilraunabúum í þessum efnum, sjáum við okkur knúna til að skýra nánar
þessa afstöðu okkar

Það liggja fyrir rannsóknir og fjöldi ritrýndra vísinsdagreina um mótstöðu ARR/ARR arfgerðarinnar gegn riðu. Vísindasamfélaginu hefur því gefist kostur á að rannsaka frekar, meta árangur og rýna þessa arfgerð í þaula m.t.t. mótstöðu gegn riðu. Það á ekki við um aðrar arfgerðir sem nefndar hafa verið til sögunnar úr PMCA greiningu dr. Vincent Béringue, sem hann hefur framkvæmt síðustu misserin. Vissulega benda frumniðurstöður til þess að þarna geti verið hugsanleg mótstaða, en enn liggja ekki fyrir óyggjandi niðurstöður. Í annan stað hefur ekki í öllum tilvikum verið prófað næmi gegn heilavef úr íslenkum kindum. Þá sýna t.d. þær faraldsfræðilegu niðurstöður sem gerðar hafa verið hér á Keldum ekki tölfræðilega marktækni varðandi verndandi áhrif arfgerðarinnar T137. Eins töldu vísindamenn að arfgerðin N138 væri verndandi gegn riðu, en eftir frekari skoðun reyndist svo ekki vera að fullu. Það er því enn töluvert í land að okkar mati í þessum efnum.

Nú eru jafnvel uppi hugmyndir um að gera riðubú að eins konar tilraunabúi þar sem m.a. yrði settar á kindur með þessum hugsanlega vernandi arfgerðum. Við vörum
algjörlega við því.

Riða er alvarlegur, margslunginn, langvinnur og kvalafullur sjúkdómur sem engin lækning er við. Hér verða dýravelferðarsjónarmið líka að ráða. Síðan er það ekki samfélagslega boðlegt að keyra slíkar tilraunir m.t.t. nærsamfélagsins og/eða samfélagsins alls í ljósi smithættu og álags.

Sauðfjárbændur voru heppnir að finna kindur með viðurkenndu mótstöðuarfgerðina ARR/ARR, sem í ofanálag reynast vera mjög góðir kynbótagripir. Út frá þessum kindum er hægt að gera allt fé á riðusvæðum arfhreint ARR/ARR á mjög skömmum tíma og reyndar allt sauðfé a Íslandi ef svo bæri undir. Sú leið er studd haldgóðri vísindalegri þekkingu, einföld og skilvirk. Það eru því öll rök fyrir því að fara þá leið að sinni.

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...