Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þöggunin og beiðni um opinbera rannsókn
Lesendarýni 3. mars 2023

Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þöggunin og beiðni um opinbera rannsókn

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur.

Þann 20. maí 2019 sendi undirritaður tölvupóst til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar var óskað eftir að gerð væri opinber rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi.

Valdimar Ingi Gunnarsson.

Þessari beiðni var svarað með því að svara engu. Nokkrum sinnum var beiðnin ítrekuð við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í tölvupóstum og auglýst í fjölmiðlum án árangurs.

Nýlega var farið fram á að forsætisráðherra beitti sér fyrir því að þessi rannsókn verði gerð. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er gott innlegg en tekur að takmörkuðu
leyti á þessu máli.

Upplýsa

Höfundur vinnur nú við „Samfélags-verkefni gegn spillingu“ þar sem m.a. er unnið að því að ná framgangi í því að opinber rannsókn verði gerð. Undanfarin ár hefur höfundur unnið að því að upplýsa um málið og birt um 40 greinar í fjölmiðlum og gert nokkrar rannsóknaskýrslur, en vefur verkefnisins er www. lagareldi.is

Lítil viðbrögð við fjölda faglegra og málefnalegra greina höfundar í fjölmiðlum um óvönduð vinnubrögð og spillingu fara í sjálfu sér að vera athyglisverðara en málið sjálft. Vörnin hefur verið að þegja í staðinn fyrir að fara í rökræður í fjölmiðlum enda oft slæman málstað að verja.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar

Nýlega gaf Ríkisendurskoðun út skýrsluna ,,Sjókvíaeldi – Lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit“, sem tekur undir margt af því sem undirritaður hefur verið að benda á og gagnrýna undanfarin ár og hefði því fátt átt að koma á óvart.

Ef nefnd eru örfá dæmi, má nefna:

  • Áhrif og aðkoma fulltrúa fyrirtækja í sjókvíaeldi við undirbúning að endurskoðun laga um fiskeldi árið 2019.
  • Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging sem vinnur gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóðs.
  • Viðbrögð við stroki eldislaxa og vöktun nærliggjandi áa.
  • Vöktun á villtum laxastofnum og mótvægisaðgerðum ábótavant.
  • Hlutfall á milli framleiðslu og lífmassa ekki rétt í áhættumati erfðablöndunar.
Þáttur fjölmiðla

Nú er komið í hámæli þau ófaglegu vinnubrögð sem hefur einkennt vinnuna við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og eftir að lögin voru samþykkt. Þar ber að þakka núverandi matvælaráðherra og Ríkisendurskoðun.

Það er umhugsunarvert af hverju það voru ekki fjölmiðlar sem komu þessu máli á hreyfingu þrátt fyrir fjölmargar og ítrekaðar ábendingar m.a. höfundar.

Vissulega hafa fjölmiðlar takmarkaða möguleika á að sinna rannsóknarvinnu vegna takmarkaðra fjármuna, en þetta er það stórt mál að það hefði átt að hafa forgang. Það hefur höfundur gert án þess að fá nokkra fjármuni úr ríkissjóði enda hefur mér blöskrað þetta mál í mörg ár.

Það sem vantar

Það sem vantar sérstaklega í ágæta skýrslu Ríkisendurskoðunar er að fjalla meira um þá spillingu sem hefur einkennt undirbúning og endurskoðun laga um fiskeldi.

Það á eftir að skoða hvernig fulltrúar erlendra fjárfesta í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi gátu hannað leikreglurnar í gegnum opinbera stefnumótun, skjalfest í lögum samþykkt á Alþingi Íslendinga, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Afraksturinn er yfir 100 milljarða króna í formi eldisleyfa. Af fræðimönnum kallast þessi aðferðafræði að „fanga ríkisvaldið“ (e. state capture).

Margir þingmenn flæktir í málið

Í fjölmiðlum hefur verið tilhneiging til að kenna matvælaráðherra og ríkisstjórninni um það sem afvega fór en málið er ekki svo einfalt. Það var löngu tímabært að gera tiltekt í fiskeldismálum og vinna úr óreiðunni sem Kristján Þór Júlíusson skildi eftir sig. Það eru margir þingmenn sem þurfa að fara í naflaskoðun og skoða sinn þátt í þessu máli og þar á meðal fyrrverandi forseti Alþingis.

Það er ekki dregið í efa að þingmenn hafi almennt viljað vel við uppbyggingu á öflugu laxeldi, m.a. til að styrkja viðkvæmar byggðir og auka útflutningstekjur. Margt fór þó úrskeiðis og í sumum tilvikum hafa alþingismenn jafnvel hugsanlega hreinlega verið blekktir.

Framhald málsins

Það hefur vakið athygli að umræðan og gagnrýnin í fjölmiðlum hefur sérstaklega beinst að stjórnsýslunni. Takmarkað hefur verið komið inn á ástæður fyrir því að við erum komin í þessa stöðu sem hófst með tillögum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti í ágúst 2017.

Varðandi framhald málsins er líklegasta sviðsmyndin að alþingismenn, stjórnsýslan og aðrir þeir aðilar sem komið hafa að málinu og hagsmuna hafa að gæta svæfi það. Hér hafa fjölmiðlar mikilvægu hlutverki að gegna við að koma í veg fyrir að þannig fari. Svæfing er þegar hafin með umfjöllun m.a. í Morgunblaðinu og viðtölum við forkólfa fiskeldisfyrirtækjanna sem þykjast taka undir að bæta þurfi ýmislegt í þessum málum og horfa þar minnst í eigin barm. Undirritaður mun halda áfram sinni vinnu á næstu misserum, safna gögnum, setja í samhengi og upplýsa.

Að lokum mun ferli málsins verða rakið í rafrænni bók sem öllum verður aðgengilegt á næstu árum og áratugum.

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...