Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sögur af samráði
Lesendarýni 13. október 2023

Sögur af samráði

Höfundur: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Samkeppniseftirlitið sektaði nýverið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna ólöglegs samráðs við Eimskip.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Í skýrslu Samkeppnis­eftirlitsins um helstu atvik samráðsins kemur fram að Samskip og Eimskip höfðu a.m.k. frá árinu 2001 átt í tilteknu ólögmætu samráði, en
alvarlegustu brotin hófust í aðdraganda efnahagshrunsins á árinu 2008 og stóðu til ársins 2013.

Hrunið vekur upp tilfinningar

Það segir sína sögu að stjórnendur Samskipa og Eimskipa hafi séð tilefni til þess að stunda ólögmætt samráð á frystigeymslumarkaði í Hollandi á uppgangs árunum fyrir hrun, en þau hlutu sekt hollenska samkeppniseftirlitsins fyrir slíkt samráð á árunum 2006­2009. Í því samhengi er umhugsunarvert að lesa um nýlegar stjórnvaldsektir vegna brota sem voru framin á árunum í kringum hrun.

Það er ekki síst tímabilið sem brotin eiga sér stað sem vekur spurningar. Að stunda ólöglegt samráð er nógu slæmt, að herða að öðrum íslenskum fyrirtækjum, á tíma þegar efnahagur landsins var í molum og fjöldi fólks barðist í bökkum virðist einhvern veginn aðeins verra. Það er ljóst að þessir viðskiptahættir hafa haft víðtæk áhrif og ekki aðeins fyrir fyrirtæki sem ofgreiddu fyrir útflutning.

Það blasir við að áhrifin eru mikil þar sem útflutningsgreinar eru undirstaða atvinnu líkt og víða er á landsbyggðunum og bændur, eins og aðrir, hafa hlotið skaða af, og það á krefjandi tímum. Í skýrslunni er m.a. vikið að áhrifum samráðsins á fyrirtækið Norðlenska, sem á þeim tíma var alfarið í eigu bænda.

Þá eru ótalin þau áhrif sem verðhækkanir vegna samráðsins höfðu á virðiskeðjuna í heild sinni en ljóst er á fjölda rannsókna að á tjón neytenda og efnahagslífsins er mun meira en ágóði þeirra sem stunda verðsamráð.

Málið allt hefur haft áhrif á okkur öll, almenning, vegna óhóflegra hækkana m.a. á landflutningum sem hefur haft bein áhrif á verðlag á nauðsynjavöru, ekki síst í dreifðum byggðum.

Golf, ferðalög og matarboð.

Í skýrslunni kemur fram að á brotatímabilinu hafi stjórnendur og lykilstarfsmenn skipafélaganna átt í samskiptum í a.m.k. 160 tilvikum, með fundum, símtölum, á golfmótum, í ferðalögum og í matarboðum. 160 tilvik þar sem forréttindakarlar ræða þaul­ skipulagða brotastarfsemi sem dró með afdrifaríkum hætti úr samkeppni hér á landi, jafnvel undir dynjandi píanóslætti Elton John.

Kjarninn er sá að með ólöglegu samráði sköpuðu skipafélögin kjöraðstæður til þess hagnast á kostnað viðskiptavina og samfélagsins alls.

Við svona framferði er ekki hægt að una og styrkja þarf Samkeppniseftirlitið enn frekar til að taka á samkeppnislagabrotum.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...