Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Mynd / HKr.
Lesendarýni 15. maí 2019

„Að draga rangar ályktanir“

Höfundur: Steinþór Skúlason
Talsmaður heildsala, Ólafur Stephensen, framkvæmda­stjóri Félags atvinnurekenda (FA), sakar afurðastöðvar um tvískinnung í afstöðu gegn innflutningi á kjöti þar sem þær flytji inn kjöt og því geti innflutt kjöt ekki verið hættulegt eins og haldið er fram. Þessi ályktun er röng.
 
Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
 
Afurðastöðvar, margar hverjar, hafa því ákveðið að bjóða í tollkvótana þar sem þær eru í þessum rekstri og hafa kerfi til að meðhöndla innflutt kjöt. En innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins, en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.
 
Þær afurðastöðvar sem undir­ritaður þekkir til, stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði.
 
Það er staðreynd sem ekki verður haggað að sýklalyfjaónæmi er ein helsta heilsufarsógnun mannkyns. Átakinu „Öruggur matur“, sem margir innlendir aðilar standa að, er ætlað öðru fremur að vekja athygli á þessari staðreynd og hvetja fólk til að setja matvælaöryggi í fyrsta sæti þegar það kaupir inn. Á næstu árum er mikilvægt að innlend stjórnvöld móti stefnu á þessu sviði og gerðar verði kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt.
 
Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.
 
Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...