Ísland og Noregur eru einu Evrópuríkin sem geta framleitt yfir 100% af raforkuþörf sinni með endurnýjanlegri orku
Hlutfall raforku í heiminum sem framleitt er með kolum hefur aldrei verið hærra en um þessar mundir. Það þýðir að þau loftslagsmarkmið sem sett hafa verið virðast eiga enn lengra í land með að nást en ætla mætti af umræðunni. Kolakynt raforkuframleiðsla stendur fyrir um 30% af losun koltvísýrings í heiminum.