Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stærsta fljótandi sólarorkuver heims
Mynd / VCGa
Fréttir 15. september 2017

Stærsta fljótandi sólarorkuver heims

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Það gefur vísbendingar um að heimurinn fari batnandi þegar fréttir berast frá Kína um að sólarorkuver hafi risið á grunni gamallar kolanámu, eða öllu heldur að það fljóti ofan á námunni.
 
Risastór 40 megawatta fljótandi sólarver var ræst um miðjan ágúst við borgina Huainan í austurhluta Kína. Verið flýtur á yfirborði stöðuvatns sem myndaðist þegar stórri kolanámu, sem hætt var að þjóna tilgangi sínum, var drekkt. Í stað þess að láta námuna standa þar auða ákváðu borgaryfirvöld að nýta landsvæðið til að afla frekari orku.
 
Kostir fljótandi sólarorkuvera munu vera margþættir. Þau leggja ekki undir sig landsvæði, sem fer þverrandi úti í heimi. Þá verða sólarsellurnar endingarbetri vegna þess að vatnið kælir þær niður um leið og sellurnar takmarka uppgufun vatnsins og stuðlar þannig að betri vatnsforða.
 
Nýja verið getur uppfyllt orkuþörf um 15.000 heimila á ári, sem er sex sinnum meiri framleiðsla en næststærsta fljótandi sólarver jarðarinnar, samkvæmt frétt dagblaðsins China Daily.
 
Stærsti mengunarvaldur heims
 
Um 40% alls útblásturs gróðurhúsa­lofttegunda kemur frá tveimur löndum, Bandaríkjunum og Kína. Það er í samræmi við kolavinnslu í heiminum, en Kína er þar stærsti framleiðandinn og notandinn. Það er einnig það land sem treystir helst á kol sem orkugjafa en nú munu vera blikur á lofti. Þannig hefur dregið verulega úr kolanotkun í landinu síðan 2013. Þá hafa yfirvöld gefið það út að þau munu fjárfesta sem nemur 361 billjón dollara í endurnýjanlegri orku fyrir árið 2020.
 
Kína mun hafa getu til að framleiða meiri sólarorku en nokkurt annað land heimsins og árið 2015 skaust það upp fyrir Þýskaland, sem stærsti framleiðandi sólarraforku í heiminum og framleiðir nú tæp 80.000 gígawött.
 
Tvöfaldaði skuldbindingar sínar
 
Sólarorkuverið nýja er aðeins hluti af víðtækum aðgerðum Kína til að uppfylla markmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu, rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 
 
Eftir að Bandaríkin drógu til baka þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu í júní sl., tvöfaldaði Kína skuldbindingar sínar og gaf út yfirlýsingar með öðrum þátttökuþjóðum samkomulagsins þess efnis til að hvetja til enn áhrifameiri loftslagsaðgerða. 
   
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...