Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Three Georges Dam, stærsta vatnsorkuver Kínverja, er með 22.500 megavött í uppsettu afli, eða á við nærri 33 Kárahnjúkavirkjanir.
Three Georges Dam, stærsta vatnsorkuver Kínverja, er með 22.500 megavött í uppsettu afli, eða á við nærri 33 Kárahnjúkavirkjanir.
Fréttaskýring 1. júlí 2020

Kína er langöflugasta þjóð heims í framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir nú 13% samdrætti frá 2019 í framleiðslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum á árinu 2020. Það er í fyrsta sinn síðan á árinu 2000 að bakslag verður í raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 
 
Þetta er 20% bakslag miðað við það sem áður var spáð um að árið 2020 yrði metár í raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Á árinu 2019 var uppsett afl raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum í heiminum öllum 192,3 gígavött (192.300 megavött). Sú afkastageta mun dragast saman niður í 17,7 GW á þessu ári samkvæmt spá IEA.  Ástæðan er sögð seinkanir á framkvæmdum vegna bakslags í fjármögnun og vandræðagangi við að útvega íhluti og búnað vegna lokana verksmiðja út af COVID-19. Þá er líka rætt um óvissu í stefnumörkun á þessu sviði og þróun markaða.
 
IEA spáir því jafnframt að raforkuframleiðsla með endur­nýjanlegum orkugjöfum muni ná sér á strik að nýju á næsta ári og fari í ríflega það sem var 2019, eða í 196,1 GW afl.
 
Segir endurnýjanlega orkugjafa munu spila lykilhlutverk í framtíðinni
 
Alþjóðaorkumálastofnunin telur að þrátt fyrir hökt í framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum á þessu ári, þ.e. vatnsorku, vindorku, sólarorku, lífefnaeldsneyti, jarðhita og fleiru, þá fleygi tækninni ört fram á þeim sviðum. Endurnýjanlegir orkukostir munu spila lykilhlutverk í orkumálum á komandi árum. Þannig muni vind og sólarorka nema um helmingi af raforkuframleiðslu heimsins árið 2040. Rétt er þó að hafa í huga að ef það á að takast er verkefnið sannarlega tröllaukið miðað við raforkuframleiðslu sem fram fer í dag með kolum, olíu og gasi. Hrap á olíuverði og fjárfestingum í orkugeiranum mun örugglega ekki auðvelda áform í þessa veru.
 
Samkvæmt tölum úr úttekt Sustainable Development Goal  (SDG) á raforkunotkun heimsins þá nam hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa um 24% árið 2016 og tæpum 29% árið 2019. Þar af var mest framleitt með vatnsafli eða 4.333 teravattstundir (TWh), Vindorka á landi nam 1.323 TWh, vindorka á sjó nam 82 TWh, sólarorka nam 720 TWh, lífefnaeldsneyti nam 589 TWh og raforkuframleiðsla með jarðvarma nam 92 TWh. 
 
Kínverjar langstærstir í endurnýjanlegri orku
 
Þó oft sé talað um Kína sem mesta umhverfissóðann í veröldinni vegna þess hversu mikið af rafmagni þar í landi er framleitt með kolum, þá er Kína líka langöflugasta ríki veraldar í framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þar var uppsett afl 65,3 GW af þessari grænu orku á árinu 2019. Spáð er að sú framleiðslugetan aukist í 76,6 GW á árinu 2020 og í 78,4 GW á árinu 2021. 
 
Vistvæn raforka í Kína á við 111 Kárahnjúkavirkjanir
 
Til samanburðar er uppsett afl Fljótsdalsstöðvar (Kárahnjúk­a­­virkjunar) 690 megavött (tæp 0,7 GW). Þannig munu Kín­verjar framleiða raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum á þessu ári sem nemur framleiðslugetu um 111 Kárahnjúkavirkjana.
 
Stærsta vatnsorkuver Kínverja, Three Georges Dam, er með uppsett afl upp á 22.500 megavött og framleiddi tæp 102 teravattstundir af raforku (TWh) á árinu 2018. 
 
Mest framleiddu Kínverjar af raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2017, eða 82,4 GW. Þetta er samt vart nema dropi í hafið miðað við raforkuframleiðslugetu Kínverja með kolum sem nam á síðasta ári um 1.005 gígavöttum (sem nemur afli rúmlega 1.456 Kárahnjúkavirkjana). 
 
Evrópa ekki hálfdrættingur á við Kína í framleiðslu á hreinni orku
 
Til samanburðar er því spáð að samanlagt afl raforkuframleiðslu í Evrópu með endurnýjanlegum orkugjöfum falli úr 35,3 GW árið 2019 í 22,1 GW á yfirstandandi ári. Þá er spáð að hún fari þar í 31,9 GW á næsta ári.  
 
Bandaríkin einungis með þriðjung af hreinu rafafli Kínverja
 
Næststærsta framleiðsluríki heims á raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum er Bandaríkin. Þau framleiddu þó ekki nema um þriðjung af þeirri endurnýjanlegri orku sem Kínverjar framleiddu á árinu 2019, eða 22 GW. Á yfirstandandi ári er því spáð að Bandaríkin verði með 23,5 GW framleiðslugetu af raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum og 24,4 GW á næsta ári. 
Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...