Allt að 550 prósenta hækkun rafmagnsverðs í Noregi
Haustið 2021 bárust fréttir af því frá Noregi að rafmagnsverð væri þá orðið hærra en nokkru sinni áður í sögunni. Í frétt RÚV var þá haft eftir Gísli Kristjánssyni, fréttaritara í Noregi, að talað væri um allt að tíföldun á verði frá árinu 2020. Einnig að verðið sveiflaðist svo mikið að venjulegt fólk sundlaði við að horfa á rafmagnsmælana.