Framleiða ís úr eigin hráefni og opnuðu ísbúð
„Það er ótrúlega skemmtilegt að framleiða eigin matvæli og úr okkar eigin hráefni, sérstaklega þegar það heppnast svona vel,“ segir Auður Filippusdóttir, líftækni- og matvælafræðingur á Skútustöðum í Mývatnssveit. Félagið Skútaís var stofnað í fyrra og hóf starfsemi, framleiðslu og sölu á ís síðsumars. Ísinn er framleiddur á Skútustöðum og seldur b...