Fiskur sem ekki má veiða
Lúðan er eini hefðbundni nytjafiskurinn á Íslandsmiðum sem sjómönnum er bannað að beina sókn sinni í. Áfram er þó hægt að fá lúðu í soðið í fiskbúðum landsins því heimilt er að landa lúðu sem kemur sem meðafli á öðrum veiðum og ekki er talin lifa það af að verða sleppt aftur í hafið.