Hyggjast framleiða vegan fiskmauk úr soja og þörungum sem smakkast eins og fiskur
Sænskt sprotafyrirtæki, Hooked, hefur hug á að leggja undir sig heiminn með framleiðslu á mauki sem smakkast eins og lax, túnfiskur, rækja og smokkfiskur en er unnið úr sojapróteini, þara og þörungaolíu. Fyrst í stað er það þó Evrópumarkaður sem sótt verður á.