Milliliðir greinilega að taka meira til sín
Verð á svínakjöti til neytenda hefur hækkað umtalsvert undanfarin fimm ár. Á sama tíma hefur verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar lækkað um 11%. „Milliliðirnir hafa greinilega verið að taka meira til sín,“ segir Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda.