Hugsaðu áður en þú framkvæmir!
Fyrripart árs var gott hvað lága slysatíðni í umferðinni varðar og virtist stefna í óvenju fá dauðaslys. Svo kom nóvember með sínum myrkvuðu dögum og vondum birtuskilyrðum.
Fyrripart árs var gott hvað lága slysatíðni í umferðinni varðar og virtist stefna í óvenju fá dauðaslys. Svo kom nóvember með sínum myrkvuðu dögum og vondum birtuskilyrðum.
Í síðustu viku kom fyrsta hálkan í Reykjavík og alltaf við þær aðstæður voru margir óviðbúnir á illa útbúnum bílum til aksturs í snjó og hálku. Við þessar aðstæður koma saltbílar út á göturnar snemma á morgnana og salta sem flestar götur borgarinnar.
Sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku og biður um aðstoð á bara að fá eina tegund af aðstoð – hjálp til að komast út fyrir veg.