Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og tók hún til starfa um síðustu mánaðamót. Að hennar mati stendur íslenskur landbúnaður frammi fyrir mörgum áskorunum um þessar mundir. Þar á meðal eru loftlags- og umhverfismál, tryggingarmál bænda og fæðuöryggi allra landsmanna.