Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heiðarbær II
Bóndinn 21. nóvember 2019

Heiðarbær II

Sveinn Ingi og Andrea flytja á Heiðarbæ II 2016 og koma inn í búskapinn með Sveinbirni, föður Sveins.
 
Sveinn Ingi er fæddur og uppalinn á Heiðarbæ II. Í október á þessu ári byrjuðu Sveinn og Andrea að reisa sér íbúðarhús á bænum.
 
Sveinbjörn Jón Einarsson, langafi Sveins, flutti að Heiðarbæ 1921 frá Hvítanesi í Kjós. Ábúð ættarinnar er að ná 100 árum.
 
 
Býli:  Heiðarbær II.
 
Staðsett í sveit:  Í Þingvallasveit í Bláskógabyggð.
 
Ábúendur: Sveinn Ingi Svein­björnsson, Andrea Skúladóttir og Sveinbjörn F. Einarsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 3 börn, 3 hunda, 1 kött,  1 kanínu og afa Sveinbjörn.
 
Stærð jarðar?  Um 4.000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og kjúklingaeldi.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 450 vetrarfóðraðar kindur, eldi 10.000 kjúklinga fyrir Reykjabúið og 12 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnu­dagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á að líta til með kjúklingunum. Næst fer Sveinbjörn í skólaakstur og keyrir börnin úr sveitinni í grunnskólann á Laugarvatni. Sveinn Ingi og Andrea eru bæði útivinnandi. Gegningar kvölds og morgna og önnur tilfallandi störf.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þegar þetta var rætt kom sama starfið upp í báðum tilfellum. Smalamennskur í góðu veðri og þegar gengur vel er það skemmti­legast en geta verið það allra leiðinlegasta í slyddu og éljum í eftirleitum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með nokkuð svipuðu sniði nema forsendur breytist.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Erum ansi slök við þátttöku í félagsmálum bænda og höfum ekki sterkar skoðanir á þeim.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef við höldum í hreinleika og rekjanleika afurða mun landbúnaði vegna vel. Vonandi gefst bændum meiri kostur á því að vinna sínar afurðir sjálfir í meira mæli og selja beint frá býli.
 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin liggja í öllum greinum landbúnaðarins. Framúskarandi afurðir sem þarf að kynna sem víðast.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lifrarpylsa, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Innfluttir Costco-tómatar og nýsjálenskir lambahryggir ... eða bara lifrarpylsa og svellköld íslensk mjólk með.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er erfitt að segja hvað er eftirminnilegast. Við feðgar erum ansi tækjaglaðir og höfum brennandi áhuga á dráttarvélum og stendur ofarlega þegar við fluttum inn Fendt-dráttarvél og tókum til starfa í búskapnum og verktöku.
 

5 myndir:

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...