Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ólafsvellir
Bóndinn 22. apríl 2020

Ólafsvellir

Ólafsvellir í Skeiða- og Gnúpverja­hreppi er landnámsbær.

Býli:  Ólafsvellir.

Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúp­verja­hreppur.

Ábúendur: Georg Kjartansson og Mette Pedersen. Kjartan Georgsson og Pétur Kjartansson búa í gamla bænum.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Georg og Mette ásamt þremur dætrum; Katrín háskólanemi, Rakel, sem vinnur á búinu og Rebekka, sem er í grunnskóla. Heimilið deilir fimm íslenskum fjárhundum, einum schnauzer og ketti.

Stærð jarðar? 500 hektarar.

Gerð bús? Mjólkurkýr, hross og vélaútgerð.

Fjöldi búfjár og tegundir? 75 mjólkurkýr, 51 kvíga, 20 naut og tæp 60 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefbundinn vinnudagur er mjög breytilegur, byrjar þó alltaf á að fara út í fjós og horfa á róbótinn, og síðan allt frá  að fara aftur inn að leggja sig til að fara út um allar trissur að vinna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flestir hér á bæ hafa mjög gaman af heyskap og þegar merarnar fara að kasta. Leiðinlegast myndi vera þegar dýr veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýtt fjós og skógrækt.
Helstu tækifærin í framleiðslu íslenskra búvara? Mjólkur­fram­leiðsla.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það sem við erum alltaf með í ísskápnum er mjólk, AB mjólk, ostur, lýsi og ávextir.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert sérstakt sem kemur upp í hugann, nema kannski þegar við breyttum fjósinu í lausagöngu.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...