Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjögurra ára ungbóndi úr Þistilfirði samdi bestu sögu leikskólanema
Fólkið sem erfir landið 17. nóvember 2015

Fjögurra ára ungbóndi úr Þistilfirði samdi bestu sögu leikskólanema

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjögurra ára piltur í Svalbarðshreppi, Kjartan Kurt Gunnarsson, samdi bestu söguna í flokki leikskólanemenda í smásagnasamkeppni sem Kennarasamband Íslands og Heimili og skóli efndu til í september.  
 
Að sögn Gunnars Kjartans Þorleifssonar og Inu Leverköhne var smásagnasamkeppnin haldin meðal nemenda á öllum skólastigum. Þema keppninnar var „kennarinn“. Þriggja manna dómnefnd mat allar sögur og valdi bestu söguna í fjórum aldurshópum.
 
Kjartan Kurt Gunnarsson er 4 og hálfs árs gamall, kátur og áhugasamur ungbóndi á sauðfjár- og geitabúi í Þistilfirði. Hann er alltaf spenntur fyrir og tilbúinn til þess að láta lesa bækur fyrir sig, og það er lesið fyrir hann alla daga. Mesta yndið hefur Kjartan af bókum er fjalla um tæki og tól, svo sem í landbúnaði, á bílaverkstæði, við húsasmíði, á sjúkrahúsi o.fl.
 
Kjartan er ákaflega hugmyndaríkur bæði í huga og framkvæmd og mjög duglegur að skapa nýja hluti og nýjar sögur. Þá elskar hann að semja og segja heillangar og flóknar sögur þar sem uppspuni og frásögn blandast gjarnan á ótrúlegastan hátt. Verðlaunasagan hans er gott dæmi um það.
 
Verðlaun fyrir fjórar bestu sögurnar voru afhent við hátíðlega athöfn í Kennarahúsinu í Reykjavík á Alþjóðadegi kennara þann 5. október. Kjartan Kurt skrapp að sjálfsögðu suður til þess að taka við verðlaunum sínum og var hæst­ánægður og glaður. Saga Kjartans er svona:
 
Kennari minn
 
Kennari minn heitir Sidda Líf og hún missti skóinn á götunni. Þá tók hún skóinn og klæddi sig aftur í. Bíllinn stoppaði strax þegar hann sá skómerkið. Hún fór í leikskólann og klæddi sig í stíbba.
 
Ég ætla að segja um annan kennara sem heitir Halla. Hún var að smíða tölvu fyrir mig úr spýtum og pappír og blöðum. Það er sko í þykjustunni svona spýtu með svona kringlótt oná.
 
Ég vil að Sidda Líf leiki djús og ég vil hafa leikrit í leikskólanum.
 
Nú er sagan búin. 

2 myndir:

Kristján Eldur
Fólkið sem erfir landið 18. desember 2024

Kristján Eldur

Nafn: Kristján Eldur Patreksson.

Brynjar Freyr
Fólkið sem erfir landið 20. nóvember 2024

Brynjar Freyr

Nafn: Brynjar Freyr Gunnarsson Berg. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Naut.

Þórdís Laufey
Fólkið sem erfir landið 23. október 2024

Þórdís Laufey

Nafn: Þórdís Laufey Ragnarsdóttir.

Framtíðarjárnsmiður
Fólkið sem erfir landið 25. september 2024

Framtíðarjárnsmiður

Hann Vésteinn er mikill áhugamaður um gítarspil og skrímsli, auk þess að hafa mi...

Tilvonandi dýraþjálfari
Fólkið sem erfir landið 11. september 2024

Tilvonandi dýraþjálfari

Hún Þórhalla Lilja er hress og kát átta ára stelpa sem er mikil söngkona, tónlis...

Hress og kátur
Fólkið sem erfir landið 28. ágúst 2024

Hress og kátur

Hann Ari Kolbeinn býr í sveit nálægt Egilsstöðum og æfir með íþróttafélaginu Het...

Dýravinur
Fólkið sem erfir landið 14. ágúst 2024

Dýravinur

Glódís er að verða 6 ára í ágúst og unir sér best í kringum dýrin sín. Hún laðar...

Bóndi framtíðar
Fólkið sem erfir landið 10. júlí 2024

Bóndi framtíðar

Hann Eiður er hress og kátur fimm ára strákur sem veit ekkert betra en að brasa ...