Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fór í risastóran rússíbana úti í Þýskalandi
Fólkið sem erfir landið 17. desember 2019

Fór í risastóran rússíbana úti í Þýskalandi

Rakel Ýr er hress, ákveðin og orkumikil 8 ára stúlka sem býr á Grenivík í Eyjafirði ásamt mömmu sinni, pabba og tveimur yngri bræðrum. Hún er í 3. bekk og þykir mjög gaman í skólanum, sérstaklega skapandi fög, enda stefnir hún á listræna framtíð. 
 
Nafn: Rakel Ýr.
 
Aldur: Ég er 8 að verða 9 ára.
 
Stjörnumerki: Vatnsberi.
 
Búseta: Höfðagötu, Grenivík.
 
Skóli: Grenivíkurskóla.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Sund, handmennt, myndmennt og smíðar.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pandabirnir.
 
Uppáhaldsmatur: Tortilla.
 
Uppáhaldshljómsveit: Herra Hnetusmjör.
 
Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter og leyniklefinn.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég fékk fyrsta hjólið mitt þegar ég var 3 ára. Ég fór og skipti á því og snuddunum mínum í skíðaþjónustunni á Akureyri.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Bæði. Æfi fótbolta með Magna og æfi á píanó.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Listakona.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fór í risastóran rússíbana úti í Þýskalandi.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í vetur? Opna jólapakka, renna mér á sleða, fara á skauta, eiga afmæli og vonandi fara eitthvað á skíði.
 
Næst » Rakel skorar á Ágúst Hrafn Guðjónsson að svara næst.
Magnús Helgi
Fólkið sem erfir landið 8. apríl 2025

Magnús Helgi

Nafn: Magnús Helgi Borgþórsson.

Móa
Fólkið sem erfir landið 5. mars 2025

Móa

Nafn: Móa Konráðsdóttir.

Dagmar
Fólkið sem erfir landið 5. febrúar 2025

Dagmar

Nafn: Dagmar Daníelsdóttir.

Tómas Eldur
Fólkið sem erfir landið 22. janúar 2025

Tómas Eldur

Nafn: Tómas Eldur Patreksson.

Arnór Elí
Fólkið sem erfir landið 6. janúar 2025

Arnór Elí

Nafn: Arnór Elí Þórarinsson.

Kristján Eldur
Fólkið sem erfir landið 18. desember 2024

Kristján Eldur

Nafn: Kristján Eldur Patreksson.

Brynjar Freyr
Fólkið sem erfir landið 20. nóvember 2024

Brynjar Freyr

Nafn: Brynjar Freyr Gunnarsson Berg. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Naut.

Þórdís Laufey
Fólkið sem erfir landið 23. október 2024

Þórdís Laufey

Nafn: Þórdís Laufey Ragnarsdóttir.