MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum tíðina ýmsar nýtilegar vörur, allt frá hænsnafóðri og reiðbuxum til girðingastaura. Stóð verslunin m.a. annars fyrir byggingu 12.000 lesta korngeymslu með löndunarkerfi í Sundahöfn árið 1970 – þá í samfloti við tvö önnur fyrirtæki sem einnig stóðu að korninnflutningi, Fóðurblönduna og Samband íslenskra samvinnufélaga. Árið 2005 hlaut þetta gamalgróna fyrirtæki, MR búðin, nafnið Lífland, en kom fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins að ástæðan væri „að starfsemi fyrirtækisins tengist nú mannlífi og dýralífi í landinu á mun breiðara sviði en í árdaga“.