Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Mynd / EHG
Líf&Starf 5. september 2016

Glæsilegir trébátar af öllum stærðum og gerðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Bátaeign í Noregi er gríðarlega mikil og bátamenning samofin norsku þjóðinni. Um 750 þúsund skemmtibáta eða báta í eigu einstaklinga er að finna í landinu og er verðmæti þeirra metið á um 75 milljarða norskra króna. 
 
Árlega nota Norðmenn um 6 milljarða norskra króna til bátakaupa og er því ljóst að um dágóðan skerf í hagkerfinu er um að ræða. 
 
Áætlað er að fjórða hvert heimili í landinu eigi bát, eða ríflega 500 þúsund heimili, og er mesta eignin á suður- og vesturlandinu þar sem þriðja hvert heimili á bát. Átta af tíu bátum eru úr plasti eða glertrefjum en aðeins 10 prósent þeirra er úr tré. 
 
Víða í landinu eru haldnar trébátasýningar og var blaðamaður Bændablaðsins á ferð á einni slíkri á dögunum, Hardanger Trebåtsfestival. Sú sýning, eða hátíð, var að þessu sinni haldin í 18. sinn í Norheimsund í Harðangursfirði þar sem hver glæsibáturinn á fætur öðrum var til sýnis gestum og gangandi til yndis og ánægju. 

9 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....