Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Stærðir: S M L
Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3.5 mm.
Saumnál.

Aðferð:

Grifflurnar eru prjónaðar í hring. Fitjið upp 32-36-40 lykkjur og prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar lykkjur 7-8-8 umferðir.

Þá er prjónað slétt, nema á handarbaki, þar er prjónuð brugðning áfram, þar sem 4 hver umferð í mynstri er prjónuð brugðin, mynstrið nær yfir 10 lykkjur og er endurtekið á handarbaki alla leið upp, þar til kemur að stroffi efst. Annað er prjónað slétt.

Prjónið nú þar til stykkið mælist 11-12-13 sm.

Útaukning fyrir þumli á hægri hendi:

Prj 3-4-5 sl lykkjur á eftir mynstri. Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju.

Setjið prjónamerki til að afmarka þessar 5 lykkjur eða setjið þær á sér prjón, þær mynda þumalinn. Prjónið umferð á enda og prjónið 2 umferðir án útaukningar.

Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 3 lykkjur, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, prj umferð á enda og 2 umferðir án útaukningar. Svona fjölgar lykkjunum á milli útaukninganna um 2 í hverri útaukningarumferð. 

Þetta er endurtekið, þar til 15-17-19 lykkjur eru á þessum prjóni og alltaf prjóna 2 umferðir án útaukningar á milli, endið á 2 umferðum án útaukningar. Þá eru endalykkjurnar á þessum prjóni settar með hinum lykkjunum og þær sem eftir eru og mynda þumalinn eru settar á nælu og geymdar, alls 13-15-17 l.

Þá er prjónað áfram. Fjölgið um 1 lykkju í þumalkverk svo áfram verði sami lykkjufjöldi og áður og tengið aftur saman. Prjónið 2-2.5-3 sm og svo 4-4-5 umferðir brugðningu í lokin. Fellið af.

Útaukning fyrir þumli á vinstri hendi:

Hann er gerður eins og er prjónaður hinum megin við mynstur á handarbaki, látinn speglast og hafðar 3-4-5 lykkjur sléttar á undan mynstri.

Þumall:

Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á 3 prjóna, takið upp 2 lykkjur í þumalgróf til að ekki myndist gat. Prjónið 3 umferðir og fellið svo af. Gangið vel frá öllum endum.

Þvottur:

Þvoið grifflurnar með volgu vatni og ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...