Kaðlahúfa á krakka
Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa fyrir veturinn prjónuð úr Drops Air sem er mjúkt og stingur ekki. Kjörin á alla krakka í vetur.
Stærð: 2–3/4–5/8–9/12 ára.
Höfuðmál: ca 48/50 - 50/52 - 52/54 - 54/56.
Garn: Drops Air (fæst í Handverkskúnst). 50-50-100-100 g. Einnig hægt að nota Drops Nepal og Drops Big Merino.
Prjónar: Hringprjónn 40 cm og sokkaprjónar nr. 4,5 og 5 - eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir í sléttu prjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð, á prjóna nr. 5.
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Húfa:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, skiptið yfir á sokkaprjón þegar lykkjum fækkar.
Fitjið upp 80-80-96-96 lykkjur á hringprjón nr 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur í 4 cm (= 5-5-6-6 mynstureiningar með 16 lykkjum). Skiptið yfir á hringprjón 5. Næsta umferð er prjónuð þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10 lykkjurnar og aukið JAFNFRAMT út um 2 lykkjur yfir þessar 10 lykkjur*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum = 90-90-108-108 lykkjur. Prjónið síðan þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, A.2 (= 12 lykkjur)*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18 cm fækkið um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman (= 5-5-6-6 lykkjur færri, A.2 heldur áfram eins og áður). Endurtakið úrtöku í hverjum cm, en fækkið lykkjum til skiptis í lokin og í byrjun á brugðinni einingu, alls 5 sinnum = 65-65-78-78 lykkjur. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur yfir hverri einingu A.2 = 45-45-54-54 lykkjur eftir í umferð. Í næstu tveimur umferðum eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 12-12-14-14 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 21-22-23-24 cm á hæðina.
Dúskur:
Gerið einn dúsk ca 4-6 cm að þvermáli og festið dúskinn efst á húfuna.
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is