Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kaðlahúfa á krakka
Hannyrðahornið 7. ágúst 2018

Kaðlahúfa á krakka

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa fyrir veturinn prjónuð úr Drops Air sem er mjúkt og stingur ekki. Kjörin á alla krakka í vetur.
 
Stærð: 2–3/4–5/8–9/12 ára.
 
Höfuðmál: ca 48/50 - 50/52 - 52/54 - 54/56. 
 
Garn: Drops Air (fæst í Handverkskúnst). 50-50-100-100 g. Einnig hægt að nota Drops Nepal og Drops Big Merino.
 
Prjónar: Hringprjónn 40 cm og sokkaprjónar nr. 4,5 og 5 - eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir í sléttu prjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð, á prjóna nr. 5.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
 
Húfa: 
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, skiptið yfir á sokkaprjón þegar lykkjum fækkar. 
 
Fitjið upp 80-80-96-96 lykkjur á hringprjón nr 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur í 4 cm (= 5-5-6-6 mynstureiningar með 16 lykkjum). Skiptið yfir á hringprjón 5. Næsta umferð er prjónuð þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10 lykkjurnar og aukið JAFNFRAMT út um 2 lykkjur yfir þessar 10 lykkjur*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum = 90-90-108-108 lykkjur. Prjónið síðan þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, A.2 (= 12 lykkjur)*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18 cm fækkið um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman (= 5-5-6-6 lykkjur færri, A.2 heldur áfram eins og áður). Endurtakið úrtöku í hverjum cm, en fækkið lykkjum til skiptis í lokin og í byrjun á brugðinni einingu, alls 5 sinnum = 65-65-78-78 lykkjur. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur yfir hverri einingu A.2 = 45-45-54-54 lykkjur eftir í umferð. Í næstu tveimur umferðum eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 12-12-14-14 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 21-22-23-24 cm á hæðina.
 
Dúskur:
Gerið einn dúsk ca 4-6 cm að þvermáli og festið dúskinn efst á húfuna. 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
 
 
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...