Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Höfundur: Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonstyrkt garn frá Drops og kjörið í sokka en einnig húfur, vettlinga, peysur og margt fleira.

DROPS Design: Mynstur fs-001-bn

Stærðir: 24/25 (26/28) 29/31 (32/34) 35/37 (38/40) 41/43.

Lengd fótar: 15 (17) 18 (20) 22 (24) 26 cm.

Garn: DROPS FIESTA (fæst í Handverkskúnst) - 100 (100) 100 (100) 100 (150) 150 gr litur á mynd nr 14, regnbogaskraut.

Prjónar: Sokkaprjónar nr 31⁄2 Prjónfesta: 22 lykkjur x 30 umferðir í sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Hælúrtaka:

UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 (8) 7 (7) 6 (6) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 (8) 7 (7) 6 (6) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 (7) 6 (6) 5 (5) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5 (7) 6 (6) 5 (5) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu.

Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 8 (8) 10 (10) 12 (12) 14 lykkjur eru eftir á prjóni.

LEIÐBEININGAR ÚRTAKA:

Byrjið 3 lykkjum á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkið er staðsett á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá stroffi niður að tá.

STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 40 (44) 44 (48) 48 (52) 60 lykkjur á sokkaprjóns nr 31⁄2 með DROPS Fiesta. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 8 (9) 11 (13) 15 (16) 17 cm. Nú er prjónað sléttprjón og stroffprjón frá byrjun umferðar þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= tilheyrir hæl), prjónið stroffprjón eins og áður (byrjar með 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur (endar með 2 lykkjur brugðið), prjónið sléttprjón út umferðina. Prjónið svona þar til stykkið mælist 9 (10) 12 (14) 16 (17) 18 cm. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu.
Nú er prjónaður hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan.

HÆLL OG FÓTUR: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur og setjið þær á þráð (miðja ofan á fæti) og prjónið út umferðina í sléttprjóni = 18 (22) 22 (22) 22 (22) 30 lykkjur fyrir hæl. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni yfir hællykkjurnar í 5 (5) 51⁄2 (51⁄2) 6 (6) 61⁄2 cm. Setjið 1 merki mitt í síðustu umferð – síðar á að mæla stykkið frá þessu merki. Prjónið HÆLÚRTAKA – lesið útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 8 (8) 10 (10) 12 (12) 14 hællykkjur, prjónið upp 11 (11) 12 (12) 13 (13) 14 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið sléttprjón yfir 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur af þræði ofan á fæti og prjónið upp 11 (11) 12 (12) 13 (13) 14 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hæl = 52 (52) 56 (60) 64 (68) 72 lykkjur. Prjónið að miðju undir hæl – umferðin byrjar núna hér.

Setjið 1 merki hvorum megin við 22 (22) 22 (26) 26 (30) 30 lykkjur ofan á fæti. Prjónið sléttprjón undir fæti og stroffprjón eins og áður ofan á fæti jafnframt því sem lykkjum er fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan fyrra merki ofan á fæti slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir seinna merki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 6 (6) 6 (6) 5 (5) 5 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 4 (3) 3 (4) 6 (6) 6 sinnum = 32 (34) 38 (40) 42 (46) 50 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 11 (13) 131⁄2 (15) 17 (18) 20 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Nú er afgangur af stykki prjónað í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 12 (14) 141⁄2 (16) 18 (191⁄2) 21 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Það eru eftir 3 (3) 31⁄2 (4) 4 (41⁄2) 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan.

TÁ: Setjið 1 merki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 16 (16) 18 (20) 20 (22) 24 lykkjur ofan á fæti og 16 (18) 20 (20) 22 (24) 26 lykkjur undir fæti. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 (3) 4 (4) 4 (5) 5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 3 (3) 3 (4) 4 (4) 5 sinnum = 8 (10) 10 (8) 10 (10) 10 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjur, herðið á þræði og festið vel.

Sokkurinn mælist ca 15 (17) 18 (20) 22 (24) 26 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Prjónið hinn sokkinn eins.

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.