Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Punktur punktur komma strik
Hannyrðahornið 7. júní 2023

Punktur punktur komma strik

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Prjónað ungbarnateppi úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til baka með áferðarmynstri sem minnir á mynsturpeysurnar sem hafa verið svo vinsælar upp á síðkastið.

DROPS Design: Mynstur me-089-by

Stærðir: ca 62-73 cm á breidd, ca 58-64 cm á lengd.

Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst hjá Handverkskúnst) 300-400 g, litur á mynd 15, ljós grágrænn

Prjónar: Hringprjónn nr 4, 60 cm. Kaðlaprjónn. Prjónfesta: 21 lykkjur á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

Ungbarnateppi: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.

Fitjið upp 130-154 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Merino Extra Fine.

Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.1, 1 lykkja sléttprjón, A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja sléttprjón, prjónið A.1. Haldið svona áfram þar til A.2 hefur verið prjónað alls 4-5 sinnum á hæðina og stykkið mælist ca 17-21 cm. Prjónið síðan mynstur yfir miðju 120-144 lykkjur eins og útskýrt er að neðan – ystu 5 lykkjurnar í hvorri hlið halda áfram í A.1 og 1 lykkja í sléttprjóni eins og áður. Prjónið A.3, endurtakið á hæðina þar til stykkið mælist ca 29-33 cm. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið A.4 alls 2 sinnum á hæðina og stykkið mælist ca 42-46 cm. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið A.5 – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 12 lykkjur jafnt yfir = 142-166 lykkjur (þetta er gert vegna þess að mynstrið dregur stykkið saman). Endurtakið A.5 yfir miðju 132-156 lykkjurnar og prjónið ystu 5 lykkjur eins og áður þar til stykkið mælist ca 57-63 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð í A.5 er fækkað um 12 lykkjur jafnt yfir = 130-154 lykkjur. Nú er prjónað A.1 yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum. Teppið mælist ca 58-64 cm frá uppfitjunarkanti.

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...