Krans úr smiðju Helga og Beate í Kristnesi.
Krans úr smiðju Helga og Beate í Kristnesi.
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugavert á döfinni í kringum landið. Jólamarkaðir, leiksýningar, skautasvell og tónleikahald er einungis lítið brot af því sem hægt er að njóta á þessum ævintýralegasta tíma ársins og ekki má gleyma jólasveinunum sem geta stungið upp kollinum alveg óvænt. Hér má finna ýmislegt sem allir aldurshópar geta glatt sig við.

Norðurland

5. og 6. des. Árlegur jólamarkaður Skógarlundar verður haldinn 5. desember á milli kl. 12–17 og 6. desember frá kl. 12–18. Þar verða m.a. til sölu fallegar jólavörur úr leir og tré, unnar af heimilisfólkinu, kaffi og konfekt í boði og posi á staðnum.

6. des. Á Ólafsfirði hefst hið árlega jólakvöld í miðbænum kl. 19.30. Þá er bænum breytt í göngugötu þar sem má finna hina ýmsu söluaðila með skemmtilegan varning, lítil jólahús eru sett upp, tónlist og stemning.

7. og 8. des. Jólamarkaður verður haldinn í fyrsta sinn í Brimsölum, Ólafsfirði frá kl. 13–17, Námuvegi 8.

7. og 8. des. Hinn árlegi Jólamarkaður í Skjólbrekku, Skútustaðahreppi verður haldinn 7. desember frá kl. 12–17 og 8. desember frá kl. 12–16. Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af norðlensku handverki og matvöru til sölu.

Jólamarkaður Beate og Helga í Kristnesi í Eyjafirði svíkur engan, en hann er opinn frá kl. 13–17 helgarnar 7.–8. des. og 14.–15. des. Svo frá og með 18. des. til jóla er einnig opið á þessum tíma.

... og svo yfir aðventuna hafa jólasveinarnir í Dimmuborgum tekið upp þann sið að taka á móti börnum á öllum aldri.

Austurland

7. des. Finnsstaðir og Leikfélag Fljótsdalshéraðs bjóða upp á jóla- og ævintýrastemningu á Finnsstöðum alla laugardaga á aðventunni frá kl. 15–17. Teymt verður undir ungum knöpum, grillaðir sykurpúðar í skóginum, kakó og mikið fjör jólasveina og fleiri ævintýrapersóna.

7. og 8. des. Landverðir bjóða upp á huggulega jólastund í Snæfellsstofu frá kl. 11–16. Boðið verður upp á ýmiss konar jólaföndur með áherslu á endurnýtingu og jólamyndatöku með Agnari hreindýri. Einnig verður boðið upp á útiveru þar sem kveikt verður upp í eldstæði og grillaðir sykurpúðar. Kakó og sykurpúðar til sölu á staðnum.

7. des. Kór Fjarðabyggðar heldur glæsilega tónleika með stjórnanda sínum, Kaido Tani, Guðrúnu Árnýju ásamt strengjasveit og Barnakór Fjarðabyggðar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tvennir tónleikar verða haldnir, kl. 17 og 20., miðasala á tix.is.

7. des. Á Höfn í Hornafirði kynnir HORN Brewery, í samstarfi við Parket, nýjan jólabjór: Flippatappa. Bjórinn er innblásinn af Parketlaginu Jólabjór“, en einnig er hljómsveitin Parket 25 ára. Aðstandendur slá því tvær flugur í einu höggi – kynna bjórinn og halda afmælispartí.

8. des. Á Vopnafirði fer jóladagskrá danslistarskólans Valkyrju í Miklagarði fram kl. 12.00

10. des. Aðventuhátíð í Hofi á Vopnafirði kl. 20.

15. des. Sunnudags- og smákökuganga í nágrenni Egilsstaða. Brottför kl. 10 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8.

17. des. Jólatónleikar tónlistarskóla Vopnafjarðar verða haldnir 17. desember kl. 17 í Vopnafjarðarskóla.

Suðurland

12. des. Sveitarfélagið Ölfus býður börnum á leikskólaaldri í leikhús/Versali á „Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt“. Sýningin er 25 mínútur að lengd og stútfull af söng, leik og dansi – frá kl. 10.30–11.

14. des. Félagsmenn Myndlistarfélags Árnessýslu halda jólamarkað á vinnustofu félagsins, Sandvíkursetri á milli klukkan 13–16. Fjölbreytt úrval, einstakar og vandaðar gjafir fyrir jólin.

Bæjarbókasafn Ölfuss stendur fyrir hönnunarsamkeppni - Jólahúfa Ölfuss 2024. Verðlaun verða veitt fyrir jólalegustu, skemmtilegustu og frumlegustu jólahúfuna sem skila þarf inn fyrir 16. desember og verður svo til sýnis á bókasafninu. Nánari upplýsingar má fá á Bæjarbókasafni Ölfuss.

Aðventugarður Reykjanesbæjar er opinn allar helgar í desember frá kl. 14 -17 og á Þorláksmessu frá kl. 18-21. Þar má finna Aðventusvellið sem er opið föstudaga frá kl. 16-21, laugardaga kl. 12-21 og sunnudaga frá kl. 12-19.

Höfuðborgarsvæðið

Það er alltaf gaman að labba niður Laugaveginn, fá sér kakó og leita að jólasveinunum sem varpað er á húsveggi. Svo má skoða jólaköttinn á Lækjartorgi, dáðst að jólatrénu á Austurvelli og renna sér á Novasvellinu við Ingólfstorg á milli klukkan 12-22.

Jólamarkað er einnig að finna við Austurvöll, en opnunartímar hans eru 7.–8. des:13–20, 14.–15. des: 13–20, 19.–20. des: 16–20, 21–22. des: 12–21, 23. des: 14–23.

14.-15. des. Jólamatarmarkaður Íslands fer fram í Hörpu á milli klukkan 11–17 báða daga.

10. og 13. des. Kirkja Bessastaðasóknar býður upp á jóla- og aðventuhátíð barnanna þann 10. des. en Jólahátíð eldri borgara verður 13. des. á milli kl. 15–18 í Brekkuskógum 1.

Jólabærinn Hafnarfjörður opnar Jólaþorpið gestum á föstudögum frá kl. 17-20 og um helgar frá kl. 13-18. Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið á opnunartíma Jólaþorpsins og alltaf til kl. 20 þau kvöld auk þess sem Hjartasvellið á Ráðhústorginu verður opið fimmtu–sunnudaga til 23. desember, svo og tívolí við Venusarhúsið Strandgötu 11.

8. og 15. des. Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns, en gestum gefst tækifæri á að njóta aðventunnar og upplifa reykvísk jól eins og þau voru í þá gömlu góðu daga.

23. nóv.–20. des. Jólalistamarkaður í Listasal Mosfellsbæjar er opinn alla virka daga frá kl. 9–18 og 12–16 á laugardögum. Markaðurinn stendur til og með 20. desember.

8., 15., 22. des. Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini hefjast kl.14, þar sem höfundar lesa upp úr nýjum verkum sínum. Áætlað er að viðburðurinn standi í um klukkustund.

14. des. Jólamarkaður í Hlégarði á milli klukkan 12–17 þar sem fjölbreyttur varningur verður til sölu. Skemmtilegar uppákomur á sviðinu, jólasveinar á vappi, ristaðar möndlur og piparkökuskreytingar munu skapa notalega stemningu.

Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn í Heiðmörk er opinn allar aðventuhelgar 2022, kl. 12.00-17.00.

7.-8. des. Jólamarkaður SÁÁ verður haldinn í Von, Efstaleiti 7, frá 13–18. Líf og fjör alla helgina, Kristmundur Axel tekur nokkur lög, Sigga Kling mætir með sína töfrandi orku, Lindakirkjukór kemur gestum í hátíðarskap svo og Dagbjört Rúriks og gítarleikarinn hennar, Emil Hreiðar. Happdrætti, gjafavörur og margt fleira.

8. des. Jólamarkaður Höfuðstöðvarinnar, lista- og menningarhúss í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum, Rafstöðvarvegi 1a, verður haldinn frá kl. 11–17 en þar má finna ýmislegt fallegt.

13.des. Jólamarkaður ýmissa listamanna verður haldinn í Grýtunni, húsnæði vinnustofu þeirra, að Keilugranda 1, frá kl. 12–17.

5.des. Íshús Hafnarfjarðar heldur jólamarkað í Ægi fimmtudagskvöldið 5. desember frá 17 til 22. Fjölbreytt handverk og hönnun, jólabjór Ægis brugghús, jólaglögg og veitingar.

7. des. Jólamarkaður í Bíó Paradís á milli kl. 12–17. Listaverk, fatnaður og fleiri gersemar verða til sölu. Komið og verslið jóladressið og einstakar gjafir á besta stað bæjarins, yljið ykkur á funheitu jólaglöggi, gæðið ykkur á piparkökum og dillið ykkur við ljúfa tóna.

Vesturland

6.-15. des. Litli leikklúbburinn sýnir jólaleikritið Láp, Skráp og jólaskapið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Nánari uppl. á www.litlileik.is.

7. des. Aðventumarkaður Félagsgarðs í Kjós fer fram milli kl. 12–16. Tvítaðreykt hangikjöt, nautakjöt, sörur, humarsúpa, fallegt handverk, kransar og fleira. Kvenfélag Kjósarhrepps sér um kaffiveitingar og rennur allur ágóði til góðra mála. Hinn árlegi jólaskógur verður að Fossá, svo að það er um að gera að ná sér í jólatré í leiðinni.

7., 14., 21. des. Með aðventudagskrá Snæfellsjökulsþjóðgarðs má gera sér dagamun þrjá laugardaga í desember. Boðið verður upp á barnastundir með jólaívafi auk aðventugöngu með landverði á Djúpalóni. Frekari upplýsingar má finna á www snaefellsjokull.is.

8. des. Jólasveinninn mætir og segir viðstöddum jólaævintýri í Jónsgarði á Ísafirði klukkan 17, notaleg stund með jólaljós og gleði í hjarta.

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Patreksfirði þann 10. des. á milli kl. 17-18 og þann 11. des. milli kl. 18-19. Jólatónleikar tónleikaskólans í Bíldudal fara svo fram 11. des. kl. 16-17.

27. nóv.–21. des. Jólamarkaður í Loppu sjoppunni, Nesvegi 13 Stykkishólmi. Opið miðviku- og föstudaga á milli kl 14-18 og laugardaga kl 12-15. Hægt er að versla eða selja það sem tengist jólunum á markaðnum.

Skylt efni: desember

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...