Þeir eru vígalegir jólasveinarnir í Dimmuborgum.
Þeir eru vígalegir jólasveinarnir í Dimmuborgum.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugavert á döfinni í kringum landið. Jólamarkaðir, leiksýningar, skautasvell og tónleikahald er einungis lítið brot af því sem hægt er að njóta á þessum ævintýralegasta tíma ársins og ekki má gleyma jólasveinunum sem geta stungið upp kollinum alveg óvænt. Hér má finna ýmislegt sem allir aldurshópar geta glatt sig við

Norðurland

Heimsókn í Jólagarðinn á aðventunni kemur öllum í jólaskapið. Aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Opið alla daga fram að jólum frá 12–21.

12., 19. og 23. des. verður örnámskeið í JólaNidra í Vökulandi Eyjafjarðarsveit sem byrjar stundvíslega kl. 18.30 til kl.19.15 Stakur tími kr.2500, öll þrjú skiptin 7000 kr. og skráning með skilaboðum í s. 6630498.

12.–23. des. Á aðventunni verða Jólasveinarnir í Dimmuborgum á sveimi og taka á móti gestum við hellismunnann sinn á milli klukkan 11 og 13. Sex ára börn og eldri greiða 2.000 kr. en miðasala er á Tix.is.

20. des. Jólaopnun í Skriðu, Eyrargötu á Patreksfirði. Opið verður á prentverkstæðinu kl.16 og hægt að versla ýmsar handgerðar gjafir frá Skriðu fyrir jólin. Heitt á könnunni og piparkökur.

Jólamarkaður Helga og Beate í Kristnesi, Eyjafirði svíkur engan, en hann er opinn frá kl. 13–17 frá og með 18. des. til jóla.

Höfuðborgarsvæðið

Jólaljósaskreyttur Fjölskyldu- og húsdýragarður býður gestum í heimsókn en kvöldopnanir eru alla aðventuna. Opið verður til kl. 20 föstudaga til sunnudaga frá 29. nóvember til jóla. Hefðbundinn opnunartími er annars alla daga frá kl. 10 til 17 og þá gildir hefðbundinn aðgangseyrir 19.–20. des.

20. des Snjóboltastríð kl 19:00 að Arnarhóli við Lækjargötu Jólamarkað er að finna við Austurvöll, en opnunartímar hans eru 19.–20. des.: 16–20, 21–22. des.: 12–21 og 23. des.: 14–23.

Jólabærinn Hafnarfjörður opnar Jólaþorpið gestum á föstudögum frá kl. 17–20 og um helgar frá kl. 13–18. Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið á opnunartíma Jólaþorpsins og alltaf til kl. 20 þau kvöld auk þess sem Hjartasvellið á Ráðhústorginu verður opið fimmtudaga–sunnudaga til 23. desember, svo og tívolí við Venusarhúsið, Strandgötu 11.

Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn í Heiðmörk er opinn allar aðventuhelgar 2024, kl. 12.00-17.00.

Vesturland

27. nóv.–21. des. Jólamarkaður í Loppusjoppunni, Nesvegi 13 Stykkishólmi. Opið miðviku- og föstudaga á milli kl 14–18 og laugardaga kl 12–15. Hægt er að versla eða selja það sem tengist jólunum á markaðnum.

21. des. Með aðventudagskrá Snæfellsjökulsþjóðgarðs má gera sér dagamun, en boðið verður upp á barnastund með jólaívafi auk aðventugöngu með landverði í Djúpalóni. Frekari upplýsingar má finna á www snaefellsjokull.is.

Suðurland

19–22. des. Listasafn Árnesinga býður gestum sínum upp á ýmiss konar sýningar sem gaman er að kíkja á og næra andann í miðri jólaös. Þar er um auðugan garð að gresja, skemmtilegar tengingar lista og vísinda.

Aðventugarður Reykjanesbæjar er opinn allar helgar í desember frá kl. 14–17 og á Þorláksmessu frá kl. 18–21. Þar má finna Aðventusvellið sem er opið föstudaga frá kl. 16–21, laugardaga kl. 12–21 og sunnudaga frá kl. 12–19.

Austurland

Finnsstaðir og Leikfélag Fljótsdalshéraðs bjóða upp á jóla- og ævintýrastemningu á Finnsstöðum alla laugardaga á aðventunni frá kl. 15–17. Teymt verður undir ungum knöpum, grillaðir sykurpúðar í skóginum, kakó og mikið fjör jólasveina og fleiri ævintýrapersóna.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...