Fjórir klárar Ólafs prýða forsíðu bókarinnar Tölt og brölt. Eiðfaxi, Huginn, Hrókur og Högni.
Fjórir klárar Ólafs prýða forsíðu bókarinnar Tölt og brölt. Eiðfaxi, Huginn, Hrókur og Högni.
Líf og starf 27. ágúst 2024

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjöllin, dalirnir, vötnin, fossarnir, sandarnir, jöklarnir og gljúfrin eru Ólafi Magnúsi Schram sem fjölskylda. „Og hver heimsækir ekki ættmenni sín reglulega?“ spyr fjallafarinn sem gefur nú út bók um ævintýri sín.

Ólafur Magnús Schram

Ólafur hefur nú sett saman ferðasögur sínar í bókinni Tölt og brölt þar sem hann segir frá hestaferðum sínum um hálendi Íslands á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Öræfingar tala við alla sem jafningja

„Ég er fæddur í Reykjavík en undi í Öræfunum átta sumur frá sex ára aldri. Þar komst ég í snertingu við náttúruna, landið og í raun lífið. Öræfingar tala við alla, jafnt fullorðna sem börn, sem jafningja. Þeir treysta fyrir verkum, setja aldrei út á heldur gefa frekar góð ráð. Þolinmæði og virðing er fyrir öllu lifandi. Þannig ólst ég upp,“ segir Ólafur.

Eftir tuttugu ára skrifstofuvinnu venti hann sínu kvæði í kross og fór í leiðsögunám og tók meirapróf og árið 1994 stofnsetti hann sitt eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu, Fjallafari-Highlander Tours. „Ég hef verið landkynnir í þrjá áratugi. Ég fer ekki bara í ferðir með erlenda gesti heldur einnig upp á mitt einsdæmi, með félögum, fjölskyldu, vegna íþrótta, fundarhalda, framboðsfunda, afmælisveislna, jarðarfara eða Góuhófs. Ég hitti þar af leiðandi margan manninn og líður mér heima hvar sem ég er staddur á landinu. Ég ek hringinn um tuttugu sinnum á ári og er yfirleitt 260–280 nætur að heiman. Ég er ekki alltaf á hótelum því ég hef gist í 160 mismunandi fjallakofum en man ekki hve oft í hverjum,“ segir Ólafur.

Boðið í Afmæli aldarinnar í júlí 1988. Þá staddur á Heiðarbæ á Þingvöllum

Lék á dauðann

Uppsprettu ævintýramennsku Ólafs rekur hann til sumardvala sinna í Öræfunum. „Ég fór með flugi í kjötvélinni að austan hvert haust, þar voru flugmenn í sjálfboðavinnu sem sýndu mér Mýrdalsjökul, Lakasvæðið, Hekluna og Landmannaafrétt. Ég hét því þá að komast á þessa staði.“

Íslenski hesturinn er Ólafi hjartfólginn og er bók hans frásagnir af eftirminnilegum hestaferðum. „Mitt aðaláhugamál var hestamennska. Þó aðeins ferðalög, en ekki ræktun eða keppnir. Í bókinni minni tek ég fyrir fjórar sögur af langferðalögum mínum á hrossum. Sú fyrsta er um Langjökulshringinn, með tíu manns og stuttum dagleiðum, tíu nátta ferð.

Í þeirri sögu koma fram skemmtilegar vísur Jóns úr Skollagróf. Næsta saga segir frá ferð minni eins míns liðs kringum Hofsjökul. Á ýmsu gekk en heppnin var mér samferða, sú ferð stóð í sjö nætur og ég fór langar
dagleiðir og þar um sem ég hafði ekki farið áður.“

Þriðja ferðin var hringferð um Ísland sem Ólafur lagði upp í árið 1986, og telur hana líklega síðustu reiðferð með lausa hesta í rekstri hringinn í kringum landið. „Þar fór ég með tveimur félögum mínum, Vigfúsi Magnússyni lækni og Þór Guðmundssyni bankamanni. Við vorum alls í 26 nætur, sváfum á 23 bæjum og ræddum við landsbyggðarfólk fram eftir öllu. Sú ferð stendur upp úr sem sú fjölbreyttasta enda sú lengsta.

Fjórða ferðin í bókinni er Vatnajökulsferð. Þar fór ég austur frá Nýjadal og um Snæfell og Lónsöræfi. Það var sannkallaður leikur við dauðann, eða leikur á hann, því ég hefði átt að drukkna átta sinnum í það minnsta. Ég tókst á við rosa vötn, mikla göngu á óreiðfæru landi, þetta voru langir dagar og svefnlitlar nætur. Ég missti sex kíló á sex dögum og var ekki mikill fyrir. Þessi ferð var ævintýralegust þeirra allra.“

Augnablik úr Vatnajökulsferð Ólafs í ágúst árið 1991. Laugavallaskáli á Laugavöllum. „Þurrka varð allt sem ég var með.“

 Úr Vatnajökulsferðinni árið 1991. Á Gæsavatnaleið. Hey tekið með.

Hross þurfa umhyggju

Af slíkum ævintýraförum er ýmislegt hægt að læra. „Þarna var ég í flestum tilfellum einn og gat því gefið landslaginu góðan gaum. Ég tek því ekki sem sjálfsögðu. Þá er betra að hafa heppnina með sér – en treysta henni ekki alltaf. Ég lærði að lesa ár fyrir sundtöku og líta eftir landtöku hinum megin. En fyrst og fremst lærði ég hversu mikilvægt er að gefa hestum sitt rými, næra þá, gæta að nuddi, sárum eða lausum skeifum og sýna þeim umhyggju.“

Ólafur stendur sjálfur að útgáfu bókarinnar og fjármagnaði hana meðal annars með söfnun í gegnum Karolina fund.

„Klárar mínir að brjótast upp klifið frá brúnni yfir Jökulsá í Lóni.“

Reiðfélagið Bruni á ferð. Frá vinstri: Guðrún, Villi, Bjarni, Anna, Jytte, Þóra, Sigga, Siggi, Gummi og Óli.

Trússarar að brjótast upp úr Jökulsá á Fjöllum

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps
Líf og starf 27. ágúst 2024

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps

Fjöllin, dalirnir, vötnin, fossarnir, sandarnir, jöklarnir og gljúfrin eru Ólafi...

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bri...

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð
Líf og starf 26. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð

Það er ástæða til að fagna því að skriður sé kominn á innviðauppbyggingu förguna...

Liggur þú í glimmerpækli?
Líf og starf 26. ágúst 2024

Liggur þú í glimmerpækli?

Eftir drunga sumarsins dreymir sjálfsagt marga um örlítið glitur vonar. Það má a...

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars í Hveragerðiskirkju
Líf og starf 26. ágúst 2024

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars í Hveragerðiskirkju

Meðal kirkjugesta í guðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 14. júlí síðast...

Lítill verslunarrekstur í stöðugri þróun
Líf og starf 26. ágúst 2024

Lítill verslunarrekstur í stöðugri þróun

Á Melum á Flúðum er lítil sveitabúð sem hét Litla Melabúðin, en nafninu var fyri...

Skákblinda
Líf og starf 23. ágúst 2024

Skákblinda

Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðing...

Sæunn setur öryggið á oddinn
Líf og starf 20. ágúst 2024

Sæunn setur öryggið á oddinn

Hefð er fyrir því að synt sé til heiðurs afrekskúnni Sæunni yfir Önundarfjörð í ...