Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jólamarkaðsstemning við Elliðavatnsbæinn.
Jólamarkaðsstemning við Elliðavatnsbæinn.
Mynd / smh
Líf og starf 11. desember 2020

Áhersla á upplifun utandyra á jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur

Höfundur: smh

Líkt og áður stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir fjölbreyttum viðburðum á aðventunni með markaðsstemningu og jólatrjáasölu, við Elliðavatn, á Hólmsheiði og nú bætist við sala á trjám á Lækjartorgi. Áherslan verður meira á upplifun utandyra. 

Jólaskógar annarra skógræktarfélaga um allt land verða líka opnir almenningi, þeim sem vilja sækja sér tré sjálf í skóginn. Upplýsingar um jólaskógana og ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um jólatré má finna á vef Skógræktarfélags Íslands (skog.is).

Jólamarkaður allar aðventuhelgar

Jólamarkaður við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk er haldinn allar aðventuhelgarnar. Þá verður einnig jólatrjáasala við Elliðavatnsbæinn alla virka daga frá 13.00–17.00, til og með 20. desember.

Utandyra upplifun

Á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur (heidmork.is) kemur fram að vegna COVID19 verði jólamarkaðurinn með breyttu sniði. Kaffisala verður utandyra og meiri áhersla á upplifun utandyra. Eru gestir hvattir til að klæða sig vel og nýta það einstaka útivistarsvæði sem Heiðmörk er. Út frá Elliðavatnsbænum sé fjöldinn allur af gönguleiðum sem sjá má á korti inn á heidmork.is. 

Ævintýraleg stemning verður í Rjóðrinu þar sem varðeldur mun loga á meðan markaðurinn er opinn. 

Jólatrjáasala – sjálfbær og vistvæn 

Megnið af jólatrjánum sem Skógræktarfélag Reykjavíkur selur í ár, kemur úr Heiðmörk sem er 70 ára á þessu ári.  Öll trén sem boðið er upp á á markaðnum eru íslensk og eru því mun vistvænni en innflutt tré. Kolefnisspor þeirra er margfalt minna en influttra trjáa og þau eru ræktuð án skordýraeiturs. 

Tröpputré, greinabúnt og eldiviður

Einstök jólatré eru tré með mikla sérstöðu og koma í allskonar stærðum, gerðum, formum og tegundum. Á vef Skógræktarfélagsins segir að margir fastakúnnar komi sérstaklega vegna þessara trjáa og skemmti sér við að valið.

Jólamarkaðstré 

Á hverju ári býður Skógræktarfélagið myndlistarmanni eða hönnuði að skreyta jólamarkaðstréð. Hönnuðurinn Hanna Whitehead sér um það í ár. 

Fyrir torgtréð var hannað sér jólaskraut en það var afhjúpað við opnun markaðarins 28. nóvember. 

Handverksmarkaðurinn 

Á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að á handverksmarkaðnum sé hægt að finna einstakar jólagjafir unnar af handverksfólki, bændum í matvælavinnslu og listamönnum. „Hraundís skógarbóndi verður með ilmkjarnaolíur sem hún vinnur úr skóginum sínum í Borgarfirði. Þau Berglind og Svavar í Havarí verða með sitt fjölbreytta vöruúrval – allt frá Boppi í Líf ertu að grínast boli og plaköt. Bændurnir frá YtriHólmi verða með ekta hangilæri eins og þau voru upprunalega framleidd hér áður fyrr. Einstakar smíðavörur verða einnig á markaðnum og margt fleira.

Til þess að tryggja að farið sé að fjöldatakmörkunum og fjarlægðarmörkum á handverksmarkaði, verður handverksfólki fækkað og einstefna í gegnum rýmið. Rétt er að taka fram að handverksmarkaðurinn verður aðeins haldinn ef samfélagslegar aðstæður leyfa,“ segir á vefnum. 

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...