Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tækniþróun er í veldisvexti og ýmis ný og nýleg tækni kemur að góðum notum í búskap.
Tækniþróun er í veldisvexti og ýmis ný og nýleg tækni kemur að góðum notum í búskap.
Mynd / Kaleb Kendall.
Líf og starf 22. maí 2023

Bændahjálp og kindaleitari

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, NKG, hefur getið af sér marga forvitnilega hugmyndina og sumar hafa raungerst en aðrar ekki, eins og gengur.

Ein margra hugmynda sem komu fram fyrir áratug var í flokknum Landbúnaður og nefndist Bændahjálp, runnin undan rifjum ungra nemenda við Egilsstaðaskóla.

Um var að ræða hugmynd að appi tengdu hormóna- og hjartsláttarskynjara til að létta störf bænda í sauðburði og hlaut hún þriðja sæti í keppninni.

Sú hugmynd sem hreppti gullverðlaun í NKG það sama ár nefndist Kindaleitari og kom frá nemanda í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Sú fjallaði um að bændur ættu hefðbundið GPS- tæki, hver kind væri skráð í það með örflögubúnaði og mætti þá sjá staðsetningu hverrar kindar í rauntíma á tölvuskjá. Myndi það gagnast við að heimta fé af fjalli og sjálfheldu, t.a.m. í fönn.

Frá hugmynd til veruleika

Nú mætti spyrja hvernig hugmyndunum hafi reitt af og hvort eitthvað viðlíka sé í notkun meðal bænda.

Fyrst er að nefna að bændur nýta núorðið í allmiklum mæli vefmyndavélakerfi í fjárhúsum sem gerir að verkum að ekki þarf endilega fulla viðveru í húsunum heldur má fylgjast með í síma hvernig mál standa hverju sinni og bregðast við eftir þörfum. Slíkt kerfi er ekki aðeins gagnlegt á sauðburðartíma heldur getur það einnig komið í góðar þarfir meðan fé er á húsi til að kanna reglulega hvort ekki sé allt með felldu.

Unnsteinn Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, segir aðspurður að á bilinu 20–30% bænda á Íslandi noti vefmyndavélar í fjárhúsum til hægðarauka og sé tæknin einföld og gagnleg. Um það hvernig hún gæti þróast segir hann að hugsa mætti sér að gervigreind geti í framtíðinni sagt til um hvenær hver kind er komin að burði og þannig gert eftirlit bóndans enn skilvirkara.

Hvað hugmyndina um Kindaleitara varðar má segja að hún hafi raungerst í því að setja má ólar með staðsetningartæki um háls skepna og fylgjast með ferðum þeirra á þann hátt. Það er þó kostnaðarsamt, rafhlöðuending getur verið vandamál og því er ekki um almenna notkun bænda á staðsetningartækjum á skepnur að ræða hér á landi. GPS tæknin er meðal annars notuð í nákvæmnisbúskap til að afla upplýsinga og stjórna ýmsum þáttum, í rannsóknarskyni, svo sem hjá Landgræðslunni og fleiri aðilum sem hafa á þennan hátt til dæmis kannað atferli sauðfjár hvað varðar beit og hegðun. Sömuleiðis er með þessum hætti rannsakað farflug fugla, svo sem gæsa og far hreindýra.

Erlendis hefur sú leið verið þróuð að búa til sýndarveruleikagirðingar um tiltekna reiti þar sem skepnur eru haldnar og má að sögn Unnsteins ætla að sú tækni gæti rutt sér til rúms hér á landi þegar tímar líða. Fari skepna of nálægt slíkri girðingu fær hún viðvörun í formi hljóðmerkis, sem fer síhækkandi eftir því sem nálægðin verður meiri, en fari dýrið yfir hin skilgreindu mörk fær það vægan rafstraum og sýndarveruleikagirðingin færist nokkru utar til að reyna að fá dýrið til að fara ekki lengra með endurteknum aðvörunum. Að sögn Unnsteins mætti hugsa sér að í framtíðinni verði jafnvel hægt að smala fé með slíkum skilgreindum línum sem myndu smáfærast eftir því sem féð rynni af fjalli og nær ákvörðunarstað.

Drónar æ algengari

Í dag er notkun dróna hins vegar útbreidd meðal bænda og slík flygildi notuð í ýmis verkefni, svo sem að stýra hjörðum eða einstökum skepnum, til ýmiss eftirlits á bújörðum, til að leita að skepnum með t.d. hitamyndavél og fleira í þá veruna.

Unnsteinn bendir á að meðal stærstu tæknilegu vinnuhagræðingarþátta í búskap hin síðari ár sé eyrnaörmerkið og viðeigandi rafrænn lesari. Fleiri hugmyndir hafa birst í NKG á síðustu árum, þar með talið um sauðfjárteljara 2018 og fóðurskammtara 2022. Krakkar í 5.–7. bekk skiluðu inn splunkunýjum hugmyndum laust eftir miðjan apríl síðastliðinn og aldrei að vita hvað leynist þar í grasrótinni sem orðið gæti íslenskum landbúnaði til framdráttar.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...