Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hluti þeirra bænda sem tóku þátt í áburðardreifingu á Landmannaafrétti í sumar.
Hluti þeirra bænda sem tóku þátt í áburðardreifingu á Landmannaafrétti í sumar.
Mynd / Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir
Líf og starf 5. ágúst 2020

Bændur hafa borið tilbúinn áburð á 3.635 hektara lands til gróðurstyrkingar

Höfundur: Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, Skarði, og Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu
Bændur í Holta- og Landsveit hafa verið ákaflega samstarfsfúsir við Landgræðslu ríkisins þegar kemur að landgræðslustörfum á Landmannaafrétti. Það hafa þeir sýnt í verki með umfangsmiklum aðgerðum og lagt fram sín tæki og sína vinnu við áburðardreifingu og uppgræðslustörf. 
 
Frá árinu 2004 hafa bændur borið tilbúinn áburð á um 3.635 hektara lands til gróður­styrk­ingar þar sem endurborið er á sum svæðin og nýjum svæðum bætt við árlega. Telur uppgræðslusvæðið um 800 hektara. Kjöt­mjöl hefur verið borið á síðastliðin haust á 12 hektara, sáð hefur verið grasfræi í 126 ha með undraverðum árangri, auk þess sem gömlum heyrúllum hefur verið dreift. Vegna mikils áhuga heimamanna setti Landgræðslan í gang tilraun árið 2018 inni við Valafell á Land­manna­afrétti um hvaða áburðartegund af tilbúnum áburði sé heppilegust til uppgræðslu í úthaga og verður fróðlegt að sjá niðurstöður þeirrar tilraunar.
 
Erlendur í Skarði og Ólafía í Húsagarði fylla á áburðardreifarann.
 
Fé fer fækkandi á Landmannaafrétti
 
Þegar gæðastýring í sauðfjárrækt var tekin upp var einn liður hennar að gera landbótaáætlanir fyrir afrétti og einnig hluta af heimalöndum bænda. Landbótaáætlanir eru ekkert annað en gríðargott tæki sem tekur á uppgræðsluaðgerðum og beitarstýringu. Í núgildandi landbótaáætlun fyrir Landmannaafrétt kemur fram að búið er að friða 51,5% af heildarstærð Landmannaafréttar. Beitartími er ákaflega stuttur, aldrei er farið með fé á afréttinn fyrr en í fyrsta lagi 10. júlí og því fær gróðurinn gott forskot áður en beitartímabilið hefst. Beitarþungi er ákaflega lítill og fer fé fækkandi á afréttinum en til er nákvæm skráning á þeim hausafjölda sem beitt er ár hvert á afréttinn. Hófleg beit er hagabót var eitt sinn ritað í afmælisrit Landgræðslunnar og telja undirrituð að slík beit sé viðhöfð á Land­manna­afrétti. Það eru engir aðrir en bænd­urnir sjálfir sem þekkja afréttinn best, fara um hann að lágmarki 2–3 skipti á hverju hausti við smalamennskur og fylgjast vel með þróun á gróðurfari.
 
Páll á Galtalæk við uppgræðslustörf.
 
Það er sárt að sitja undir orðum landgræðslustjóra þegar hann fer trekk í trekk í fjölmiðla og heldur því fram að bændur séu ekki að standa í stykkinu. Náttúrulegar auðnir munum við aldrei geta grætt upp við núverandi meðalárshita þar sem jarðvegsgerð, vatnsrof og vindrof gegna lykilhlutverki í að viðhalda slíkum svæðum. Beitarrannsóknir undirritaðra á Landmannaafrétti staðfesta það sem við bændur höfum alltaf vitað að fé beitir sér ekki á slíkar auðnir. Landmannaafréttur er eins og börnin okkar og við bændur leggjum okkur fram við að hlúa að honum og vernda.
 
Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...