Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Líf og starf 2. apríl 2024

Bílskúrsmeistarar leysa Bændablaðsgátur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mánaðarlega útnefnir Félag íslenskra bílskúrseigenda meistara mánaðarins.

Slíka nafnbót hlotnast félagi sem leysir myndagátu sem óformlegur formaður félagsins leggur fyrir félagsmenn á Facebook-síðu þess. Gátan tengist Bændablaðinu og felur í sér að félagsmenn þurfa að glöggva sig vel á síðum þess. „Það er svo ótrúlega margt sem félagsmenn sjá sniðugt í þessu frábæra blaði. Verkfæri, snjóblásara, bifreiðar, tæki og tól. Í raun svo ótrúlega margt sem bóndinn og bílskúrseigandinn eiga sameiginlegt. Bóndi er eðalbrasari. Það er líka góður bílskúrseigandi. Bændablaðið er stútfullt af fróðleik og skemmtileg lesning. Svo eru líka bara frábærar auglýsingar þar inni. Mjög bílskúrsvænar,“ segir Hjálmar Friðbergsson, stoltur bílskúrseigandi og ókjörinn formaður Félags íslenskra bílskúrseigenda.

Hjálmar birtir mánaðarlegar myndagátur úr Bændablaðinu. Þeir sem fyrst leysa gátuna fá heiðursfélagakort. „Heiðursfélagakortið er búið til í bílskúr, af honum Sverri Tryggvasyni hnífasmið. Kortið inniheldur mjög bílskúrsvæn tilboð handa félagsmönnum.“ Facebook-hópur Félags íslenskra bílskúrseigenda telur nú um 5.500 manns en hópurinn er ætlaður einstaklingum sem hafa gaman af því að brasa í bílskúr og vilja halda þar góðu skipulagi.

Tilgangur hans er að sögn Hjálmars að deila fróðleik og reynslu af skipulagi í bílskúrum. „Hver og einn félagsmaður notar sinn bílskúr á sinn hátt. Einhverjir eru í bílaviðgerðum, aðrir í snjósleða- eða fjórhjólasporti. Aðrir bara til að brasa og smíða. Einhver breytti sínum skúr í líkamsræktarstöð. Bílskúr er dýr fjárfesting og ætti að reyna að forðast að breyta honum í geymslu. Bílskúrinn á að nota.“

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...