Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir í hlutverki Árnýjar verkstjóra, Margrét Kristinsdóttir, eða Magga á lagernum, og Ólöf Rún Ólafsdóttir símadama.
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir í hlutverki Árnýjar verkstjóra, Margrét Kristinsdóttir, eða Magga á lagernum, og Ólöf Rún Ólafsdóttir símadama.
Líf og starf 10. nóvember 2022

Birgitta kveður

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir nú nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, sem jafnframt er leikstjóri.

Verkið heitir BIRGITTA KVEÐUR og er sagt vera „sakamálaleikrit með gamansömu ívafi“. Æfingar hófust 12. september, frumsýningin var 28. október. Leikritið gerist á einu föstudagssíðdegi og -kvöldi í litlu innflutningsfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í innflutningi frá Kína. En þetta er ekki venjulegur dagur því um kvöldið á að kveðja elsta starfsmanninn, hana Birgittu, sem er að láta af störfum vegna aldurs. Er af því tilefni slegið upp kveðjuveislu. Er óhætt að segja að kvöldið verði viðburðaríkt og óvæntir atburðir gerist þannig að kalla þarf til lögreglu.

Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni auk baksviðsfólks af öllu tagi. Ljósameistari er Anton Konráðsson.

Þetta er fimmta leikritið sem Guðmundur skrifar sérstaklega fyrir leikfélagið og hefur hann jafnfram leikstýrt þeim öllum. Eitt þeirra, „Stöngin inn!“, var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin árið 2013 og sýnd í Þjóðleikhúsinu.

Sýningar standa yfir í Menningarhúsi Fjallabyggðar, Tjarnarborg í Ólafsfirði og eins og staðan er núna verða sýningar nóvembermánaðar þann 3., 6., 10. og 11. klukkan 20.00. Almennt miðaverð er kr. 3.500 en eldri borgarar, öryrkjar og grunnskólabörn borga 3.000 kr. Miðapantanir eru hjá þeim Guðrúnu Unnsteinsdóttur í síma 863-2604 og Vibekku í síma 849-5384.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...