Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Líf og starf 6. desember 2017

Dagur íslenskrar tungu í Vík

Hinn 16. nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið.  Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum.  
 
Síðastliðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins.  Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni.  Bekkir 1.–4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með. 5.–6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggist á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi. 7.–8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar. 9.–10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu upp á. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftabók.  Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera, þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum.

11 myndir:

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...