Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Líf og starf 6. desember 2017

Dagur íslenskrar tungu í Vík

Hinn 16. nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið.  Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum.  
 
Síðastliðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins.  Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni.  Bekkir 1.–4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með. 5.–6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggist á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi. 7.–8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar. 9.–10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu upp á. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftabók.  Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera, þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum.

11 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...