Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dráttarvél fór niður um ís og bóndinn skreið út um afturrúðuna
Mynd / Björgunarfélagið Blanda
Líf og starf 6. febrúar 2019

Dráttarvél fór niður um ís og bóndinn skreið út um afturrúðuna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Mér varð ekki meint af, fékk smávegis vatn ofan í annað stígvélið, annað var það nú ekki,“ segir Páll Þórðarson, bóndi á Sauðanesi, sem lenti í því að missa dráttarvél sem hann ók eftir Svínavatni niður um ísinn.

Páll kveðst áður hafa ekið eftir vatninu nokkrar ferðir og þá verið í lagi með ísinn, en af einhverjum ástæðum hefði hann verið veikari fyrir á þessum stað en annars staðar. „Það var frekar grunnt á þessum slóðum og ég met það ekki svo að ég hafi verið hætt kominn, þetta er bara óhapp sem ég komst óskaddaður frá,“ segir hann. Páll náði að koma sér út um afturrúðuna áður en vélin sökk.

Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi var kölluð út og fór vaskur hópur félaga með tæki og tól á staðinn og hóf aðgerðir til að bjarga vélinni upp úr vatninu. Vélin var um það bil 20 metra frá landi og stóð um það bil helmingur hússins upp úr vatninu.

Björgunarsveitarmenn mættir á svæðið með beltagröfu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. 

Beltagrafa braut sér leið að vélinni

Brugðið var á það ráð, eftir að aðstæður höfðu verið metnar, að fá lánaða beltagröfu sem er í eigu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. og stóð við Laxárvirkjun. Án hennar hefði aðgerðin tekið mun lengri tíma með keðjusögum og öðrum verkfærum. Beltagrafan braut sér leið í gegnum ísinn að vélinni og var hún að því búnu dregin að landi.

„Þetta fór allt eins vel og það gat farið og er dráttarvélin nú komin inn á verkstæði í afvötnun og þurrkun,“ segir í Facebook-færslu Björgunarsveitarinnar Blöndu.

Páll hefur fengið vélina í hendur á ný en kveðst ekki vita enn um tjón, enn sé óljóst hvort rafkerfið hafi þolað að blotna. 

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...