Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Líf og starf 8. júlí 2024

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Lyngbrekku í Reykjadal tefldi skák fyrir 10 árum síðan á Íslandsmóti skákfélaga fyrir Skákfélagið Goðann, þar sem hann bauð andstæðingi sínum úr Fjölni drottninguna sína á silfurfati.

Andstæðingur Jóns þáði hana og þar með átti Jón þvingað mát í tveim leikjum, sem hann nýtti sér. Andstæðingur Jóns hefði sennilega ekki sloppið við mát ef hann hefði sleppt því að taka drottninguna, sem kom til greina.

Svartur á leik. 34....De1+! 35. Hxe1 - Hxe1+ 36. Kh2 - Hh1 mát.

Hann hefði sennilega tapað skákinni nokkrum leikjum síðar að því gefnu að svartur hefði alltaf valið réttu leikina. Biskup svarts, sem er reyndar staðsettur á óvenjulegum stað fyrir biskup (a8), gegnir hér lykilhlutverki í stöðunni fyrir svartan.

Síðasti leikur hvíts (Rg6) setur gaffal á hrók og drottingu svarts og í fljótu bragði virðist staðan unnin á hvítt en svo var ekki. Jón fann réttu leiðina og knúði fram mát í 35 leik.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...